Coen bræður skrifa um stríðsfanga fyrir Jolie

Fyrir tveimur árum síðan þá höfðu Coen bræður, þeir Joel og Ethan Coen, aðeins skrifað eitt kvikmyndahandrit sem þeir höfðu ekki sjálfir leikstýrt, en það var handrit að mynd Sam Raimi, Crimewave, frá 1985, sem margir telja fremur misheppnaða gamanmynd.

Ekki er langt síðan bræðurnir skrifuðu endurgerð Gambit, með Cameron Diaz og Alan Rickman, sem flestir eru sammála um að hafi ekki komið vel út, hvorki fyrir þá, né leikstjóra myndarinnar eða leikara.

Þannig að svo virðist sem handritaskrif þeirra fyrir aðra en sjálfa sig séu ekki að gera sig.

Nú er hinsvegar nýtt handrit á teikniborðinu hjá þeim bræðrum sem gæti losað þá undan þessum álögum, en The Hollywood Reporter segir frá því að þeir Joel og Ethan hafi ráðið sig í vinnu við að skrifa handrit að Unbroken, sem er drama byggt á sannsögulegum atburðum í leikstjórn Angelina Jolie.
Handritið verður unnið upp úr bók Laura Hillenbrand,

Unbroken segir sögu af flugmanni úr seinni heimsstyrjöldinni, Louis Zamperini, sem fór í stríðið eftir að hafa keppt í hlaupi á Ólympíuleikunum árið 1936 í Berlín í Þýskalandi.

Hann lenti svo í ótrúlegum hrakförum þegar vélin hans brotlenti í Kyrrahafinu, og hann og tveir félagar hans gátu komið sér upp á fleka. Einn þeirra dó meðan á þessari 47 daga þrekraun stóð, enda lítið um vatnsbirgðir, en hinir tveir enduðu í fangabúðum, og eyddu þar þremur árum í annarri tegund helvítis.