Leiklistin í aftursætinu hjá Jolie

Angelina Jolie segir að leiklistin verði í „aftursætinu“ hjá sér þegar fram líða stundir. Í staðinn vill hún frekar einbeita sér að leikstjórn og mannúðarstarfi.

angelina jolie

Þetta sagði leikkonan á blaðamannafundi í Bretlandi þar sem hún kynnti nýjustu mynd sína, Maleficent.

Jolie leikstýrði myndinni In the Land of Blood and Honey árið 2011 og sendir síðar á þessu ári frá sér dramatíska mynd sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni, Unbroken. Hún vill einnig halda áfram mannúðarstarfi sínu fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Þar berst hún gegn kynferðislegu ofbeldi á átakasvæðum.

„Leiklistin verður meira í aftursætinu. Ég hef átt dásamlegan feril og ég er mjög ánægð með öll tækifærin sem ég hef fengið til að segja sögur og vinna svona lengi,“ sagði Jolie.