Pfeiffer drottning í Maleficent 2

Bandaríska leikkonan Michelle Pfeiffer er sögð vera búin að taka að sér í hlutverk í framhaldsmynd Disneymyndarinnar Maleficent, en Angelina Jolie fer sem fyrr með aðalhlutverk kvikmyndarinnar, hlutverk illu nornarinnar Maleficent.

Samkvæmt The Hollywood Reporter, þá mun Pfeiffer leika drottningu í myndinni, en fyrri myndin, sem frumsýnd var árið 2014, rakaði inn litlum 758 milljónum bandaríkjadala í miðasölunni á heimsvísu.

Elle Fanning mun endurtaka leik sinn í hlutverki Aurora, öðru nafni Þyrnirós, en Deadpool stjarnan Ed Skrein, mun einnig fara með hlutverk í ævintýrinu.

Ekki er ljóst hvort að sagan í nýju myndinni hefst þar sem sú fyrri endaði. Joachim Ronning mun leikstýra, en Jez Butterworth og Linda Woolverton skrifa handrit.

Pfeiffer, sem er 60 ára gömul, mun næst sjást á hvíta tjaldinu í Marvel myndinni sem margir hafa beðið eftir, Ant-Man and the Wasp, þar sem Paul Rudd, Evangeline Lilly og Michael Douglas koma einnig við sögu.