Jolie og Gaga keppa um Kleópötru

Keppni er nú sögð vera hafin á milli leikkvennanna Angelina Jolie og Lady Gaga, um hlutverk Kleópötru drottningu Egyptalands, í samnefndri endurgerð myndar þar sem Elizabeth Taylor fór upprunalega með hlutverkið.

Óskarsverðlaunahafinn Jolie, sem er 43 ára, hefur, að því er fram kemur í DailyStar, verið í viðræðum um hlutverkið við yfirmenn hjá Sony myndverinu, í nokkra mánuði.

En Lady Gaga, 32 ára, sem fer nú með himinskautum í kjölfar vinsælda nýjustu kvikmyndar hennar A Star is Born, hefur einnig mikinn áhuga á hlutverkinu.

Heimildarmaður DailyStar hjá Sony segir: „Kleoópatra var þekkt sem drottning Nílar, og Elizabeth Taylor varð drottning Hollywood eftir frumsýningu kvikmyndarinnar árið 1963.“

„Það eru allar líkur á því að vegur þeirrar sem fær hlutverkið, muni vaxa mikið í kvikmyndaiðnaðinum.“

Kleópatra vann fern Óskarsverðlaun á sínum tíma, en slúðurpressann fékk einnig nóg fyrir sinn snúð, því Taylor átti í ástarsambandi við meðleikara sinn Richard Burton á tökustað. Síðar giftust þau og skildu í tvígang.

Myndin var kynnt á sínum tíma sem sögulegt drama og stórvirki, en talið er að nýja myndin verði kynnt sem „skítugur, blóðugur pólitískur spennutryllir, sagður frá feminísku sjónarhorni.“

Verðlaunasamanburður á milli Jolie og Gaga:

Angelina: Ein Óskarsverðlaun, þrenn Golden Globe verðlaun.

Gaga: Sex Grammy verðlaun, þrenn BRIT verðlaun, ein Emmy verðlaun.

Einkalífið:

Angelina: Er að skilja við þriðja eiginmanninn, Brad Pitt. Sex börn.

Gaga: Hyggur á hjónaband síðar á árinu með umboðsmanninum Christian Carino.

Tíska

Angelina:  Klæddist lyfjaglasi með blóði annars eiginmanns síns Billy Bob Thornton.

Gaga:  Var í kjól sem saumaður var úr hráu kjöti á MTV myndabandaverðlaunahátíðinni.

Barnæska

Angelina: Fædd inn í Hollywood fjölskyldu, og varð atvinnuleikkona 16 ára gömul.

Gaga:  Fæddist sem Stefani Joanne Angelina Germanotta inn í verkamannafjölskyldu í New York. Hóf söngferilinn í knæpum.

Smellir

Angelina: Girl, Interrupted (Óskarsverðlaun).

Gaga: A Star Is Born.

Ríkidæmi

Angelina: 20 milljarðar íslenskra króna.

Gaga: 34 milljarðar íslenskra króna