Bond aftur á toppnum

Skyfall, nýjasta James Bond myndin, gerði sér lítið fyrir og endurheimti toppsæti íslenska bíóaðsóknarlistans núna um helgina, en myndin þurfti að gefa fyrsta sætið eftir í síðustu viku til The Twilight Saga: Breaking Dawn – Part 2, sem dettur niður í þriðja sætið. Ný mynd er í öðru sætinu, Brad Pitt myndin Killing Them Softly. Í fjórða sæti er svo Here Comes the Boom, og fer niður um eitt sæti frá því í síðustu viku. Í fimmta sæti er svo Teiknimyndin Wreck-it Ralph, en myndin hefur verið í fjórar vikur á lista.

Tvær nýjar myndir aðrar eru á listanum, Alex Cross sem situr í sjötta sæti, og Nobels Last Will, eða Arfur Nóbels, sem gerð er eftir sögu Lizu Marklund, en hún situr í 14. sæti listans.
Lesið hérna viðtal við þýðanda bóka Lizu Marklund á Íslandi.

Sjáið listann í heild sinni hér að neðan og þrjár stiklur neðst:

Skyfall:

The Twilight Saga Breaking Dawn Part 2

Killing Them Softly