YouTube stjarna yfirspennt yfir sjálfri sér

YouTube stjarnan Colleen Ballinger deildi í gær stiklu með fyrsta atriðinu sem sést með henni sem persónu í Wreck It Ralph 2, og tapar sér hreinlega af gleði og spenningi, ef eitthvað er að marka orðalagið í Twitter færslu hennar. Hin 31 árs gamla Ballinger, sem þekkt er fyrir hliðarsjálf sitt Miranda Sings, deildi sem […]

John C. Reilly í Wreck-it Ralph 2

John C. Reilly, sem lék aðalhlutverkið í myndinni um Rústarann Wreck it Ralph, sem frumsýnd var árið 2012, hefur tilkynnt opinberlega að von sé á framhaldi á þessari skemmtilegu teiknimynd. Myndin fjallar um persónu í tölvuleik sem rústar byggingu sí og æ, en þráir ekkert heitar en vera elskaður og dáður. Orðrómur hefur verið í […]

Rústarinn sigraði Annie og stefnir á Óskar

Teiknimyndin Ralph rústari, eða Wreck-It Ralph, var í gær aðalsigurvegari Annie verðlaunahátíðarinnar þegar myndin vann fimm verðlaun, þar á meðal sem besta mynd. Annie verðlaunin eru aðalverðlaunahátíð teiknimyndageirans, og myndir sem hafa orðið sigursælar þar þykja jafnan líklega til afreka á Óskarsverðlaunahátíðinni, en Wreck-It Ralph er einmitt tilnefnd til Óskarsverðlauna. Verðlaunin hafa verið veitt í […]

Argo best hjá Producers Guild

Argo í leikstjórn Ben Affleck var valin besta myndin á Producers Guild of America-verðlaunahátíðinni sem var haldin í 24. sinn í Beverly Hills um helgina. Stutt er síðan Argo fékk Golden Globe-verðlaunin sem besta myndin í dramaflokki og telja margir að hún sé líklegust til að hreppa Óskarsverðlaunin í næsta mánuði. Síðustu fimm myndir sem […]

Skyfall aftur á toppinn í USA – setur ný met

Skyfall, nýjasta James Bond myndin, heldur áfram að setja ný met. Um helgina varð hún tekjuhæsta mynd sem Sony fyrirtækið hefur komið að frá upphafi, en nú hafa 918 milljónir Bandaríkjadala komið inn í tekjur af sýningum myndarinnar um heim allan. Sony dreifir myndinni og markaðssetur í samstarfi við MGM. Gamla metið átti Spider-Man 3; […]

Bond aftur á toppnum

Skyfall, nýjasta James Bond myndin, gerði sér lítið fyrir og endurheimti toppsæti íslenska bíóaðsóknarlistans núna um helgina, en myndin þurfti að gefa fyrsta sætið eftir í síðustu viku til The Twilight Saga: Breaking Dawn – Part 2, sem dettur niður í þriðja sætið. Ný mynd er í öðru sætinu, Brad Pitt myndin Killing Them Softly. […]

Twilight töfrar Íslendinga upp úr skónum

The Twilight Saga Breaking Dawn Part 2 átti hug og hjörtu íslenskra bíógesta, rétt eins og í Bandaríkjunum, nú um helgina. Myndin er ný á lista og fer beint í efsta sæti á íslenska aðsóknarlistanum með rúmar 6,4 milljónir króna í tekjur. Næst á eftir henni kemur nýjasta James Bond myndin, Skyfall, en tekjur af […]

Twilight tryllir Bandaríkjamenn

The Twilight Saga Breaking Dawn Part 2 var gríðarlega vel sótt í Bandaríkjunum um helgina og þénaði samkvæmt bráðabirgðatölum 141,3 milljónir Bandaríkjadala, sem dugði þó ekki til að slá út aðsókn á aðrar eldri myndir í seríunni. Skyfall, nýja James Bond myndin, átti líka góða helgi og Lincoln, nýja Steven Spielberg myndin með Daniel Day-Lewis […]

007 áfram númer eitt

Skyfall, nýjasta James Bond myndin, er á toppnum á íslenska aðsóknarlistanum aðra vikuna í röð, en Íslendingar skera sig þar með á engan hátt frá öðrum þjóðum sem flykkst hafa í bíó að sjá njósnara hennar hátignar. Í öðru sæti listans er teiknimyndin Wreck It-Ralph, ný á lista, og einnig ný á lista er stórmyndin […]

Risa Bondhelgi í Bandaríkjunum

Nýjasta James Bond myndin Skyfall, sem nú þegar hefur þénað 350 milljónir Bandaríkjadala utan Bandaríkjanna, mun nú um helgina rústa metinu yfir stærstu Bond frumsýningu allra tíma í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum á föstudag og þénaði 30,8 milljónir Bandaríkjadala bara þann dag.  Miðað við þá aðsókn, þá er búist við að í heild […]

Wreck-It Ralph slær í gegn

Disney teiknimyndin Wreck-It Ralph, sem var frumsýnd bæði hér á Íslandi og í Bandaríkjunum á föstudag var vinsælasta myndin í bíó í Bandaríkjunum á föstudag, og menn spá því að hún verði langaðsóknarmesta myndin í Bandaríkjunum yfir helgina með áætlaðar 50,2 milljónir Bandaríkjadala í tekjur. Myndin þénaði 13,4 milljónir dala á föstudaginn, en það er […]

Forsýning – Wreck-It Ralph

Sambíóin verða með forsýningar þann 3. og 4. nóvember á nýjustu teiknimyndinni frá Disney, Wreck-It Ralph, en myndin verður svo frumsýnd 9. nóvember nk. Wreck-It Ralph gerist í heimi tölvuleikja og aðalpersónur hennar eru tölvuleikjakarakterar sem margir hverjir eru fyrir löngu orðnir heimsfrægir. Má þar nefna Maríó og drekann Bowser, Packman-draugana og marga fleiri. Aðalpersóna sögunnar […]

Wreck-It Ralph leiður á lífinu – Trailer og leikur

Glænýr trailer fyrir teiknimyndina Wreck-It Ralph er kominn út, og þú getur horft á hann hér að neðan. Fyrir þá sem ekki kannast nú þegar við Wreck-It Ralph, þá fjallar myndin um tölvuleikjapersónuna Wreck-It Ralph, sem er orðinn hundleiður á því að vera sí og æ að gera nákvæmlega sömu hlutina, í hlutverki vonda kallsins […]

Wreck-it-Ralph stikla brýtur sér leið inn á netið

Loksins er komin stikla fyrir nýjustu teiknimynd Disney sem heitir því sérkennilega nafni Wreck-It-Ralph (með bandstrikum og alles). Myndin fjallar um tölvuleikjapersónuna Ralph sem er ósáttur með hvernig honum er aldrei hrósað fyrir starf sitt sem illmenni leikjarins Fix it Felix, en nú heldur hann til framandi heima annarra leikja til að freista gæfunnar. Þetta […]