Jógi og Boo-Boo í bíó um jólin

Hver kannast ekki við vinalega teiknimyndabjörninn Jóga björn. Nú er von á þessum glaðlega en loðna og snyrtilega klædda birni í bíó í þrívídd um næstu jól.

Myndinni er leikstýrt af Eric Brevig og í myndinni tala leikararnir Dan Aykroyd, Justin Timberlake, Tom Cavanagh, Anna Faris og Andy Daly.

Í myndinni segir af ævintýrum sem Jógi og vinur hans Boo-Boo lenda í í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum þar sem þeir félagar búa, og gera þar þjóðgarðsverðinum Smith lífið leitt.

Dan Aykroyd talar fyrir Jóga sjálfan, og gullbarkinn Justin Timberlake talar fyrir Boo-Boo. Christine Taylor talar fyrir kærustu Jóga, birnuna Cindy. Tom Cavanagh talar fyrir Smith þjóðgarðsvörð.

Hér að neðan er plakatið fyrir myndina.