Ný gagnrýni um gamlar myndir

Á kvikmyndir.is er nokkur hópur notenda sem skrifar reglulega gagnrýni um þær kvikmyndir sem hann sér, hvort sem þær eru gamlar eða glænýjar. Enn stærri hópur skrifar svo stöku gagnrýni, en ekki eins reglulega, en við á kvikmyndir.is hvetjum alla til að skrifa gagnrýni á vefinn, því fleiri því betra.

Sölvi Sigurður er einn af þeim sem skrifar reglulega gagnrýni á vefinn og nú hefur hann sett inn tvær nýjar umfjallanir, annarsvegar um myndina Dark City frá árinu 1998 og hinsvegar um myndina Unborn sem var frumsýnd á síðasta ári.

Sölvi Sigurður segir meðal annars um Dark City: „Tökurnar og útlitið er klikkað, eiginlega algjör snilld. Eftir eina mínútu ertu bara: ,,Já ok, bara venjuleg glæpasaga.“ Svo eftir kannski sirka korter þá ertu bara: ,,Wtf?!“ En á góðan hátt.“

Um Unborn segir Sölvi Sigurður m.a.: „The Unborn gefur manni góðan hroll, alls ekki fljótgleymd og hefur góðan hryllingsmynda-fíling. Góð mynd til þess að drepa 80 mínútur af lífinu sínu.“