Great Barrier Reef
2012
A Portrait of a Biological Miracle.
185 MÍNEnska
Glæsileg mynd eftir James Brickell og Richard Fitzpatrick um einhverja litskrúðugustu og líflegustu paradís á jörðu. Við norðausturströnd Ástralíu er mikilfenglegt kóralrif sem er yfir 2.000 km að lengd og samanstendur af um 3.000 sjálfstæðum eyjum og skerjum. Fegurð þessa kóralrifs er einstök og árið 1981 var það valið á heimsminjaskrá UNESCO. Þessir... Lesa meira
Glæsileg mynd eftir James Brickell og Richard Fitzpatrick um einhverja litskrúðugustu og líflegustu paradís á jörðu. Við norðausturströnd Ástralíu er mikilfenglegt kóralrif sem er yfir 2.000 km að lengd og samanstendur af um 3.000 sjálfstæðum eyjum og skerjum. Fegurð þessa kóralrifs er einstök og árið 1981 var það valið á heimsminjaskrá UNESCO. Þessir þættir fjalla ítarlega um leyndardóma kóralrifsins, hvernig það myndaðist, samspil fjölmargra íbúa þess og hvernig loftslagsbreytingar gætu haft áhrif á það. Með hátæknimyndavélabúnaði hefur tekist að ná ótrúlegum myndum frá þessu stórfenglega svæði og gera þessa þáttaröð alveg einstaka.... minna