Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Buena Vista Social Club er sannkölluð tónlistarmynd. Hún byggir á viðtölum við kúbanska tónlistarmenn (meðalaldur 75 ár) ásamt því sem við fylgjumst með þeim og tónlist þeirra. Það er ekki annað hægt en að heillast af þessu fólki, t.d. Ibrahim Ferrer, einum fremsta söngvara Kúbu, og Rubén Gonzalez, sem er meðal bestu píanóleikara í heimi. Myndin verður örlítið langdregin á stundum, helst um miðbikið, en seinni hlutinn er vafalítið bestur. Sérstaklega er gaman að fylgjast með tónlistarmönnunum í New York. Tónlistin er að sjálfsögðu í hæsta gæðaflokki, og ég mæli með geisladisknum úr myndinni, sem er samnefndur henni og heitir Buena Vista Social Club. Ég mæli með þessari mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
G
Frumsýnd á Íslandi:
9. október 2000