Land of Plenty
2004
Fannst ekki á veitum á Íslandi
123 MÍNEnska
63% Critics 62
/100 Hin bandaríska Lana er dóttir trúboða. Hún snýr aftur til Los Angeles frá Palestínu til að aðstoða heimilislausa. Lana er fædd í Ohio en uppalin í Suður -Afríku og í mið-austurlöndum. Hún er sannkallaður borgari heimsins, hefur búið til tengsl í gegnum internetið og er vel meðvituð um það hvernig fólk sér horfir á Bandaríkjamenn, skort þeirra á... Lesa meira
Hin bandaríska Lana er dóttir trúboða. Hún snýr aftur til Los Angeles frá Palestínu til að aðstoða heimilislausa. Lana er fædd í Ohio en uppalin í Suður -Afríku og í mið-austurlöndum. Hún er sannkallaður borgari heimsins, hefur búið til tengsl í gegnum internetið og er vel meðvituð um það hvernig fólk sér horfir á Bandaríkjamenn, skort þeirra á menningu og þekkingu og ýkta föðurlandsást. Hún á óvenjulegt skyldmenni sem er hinn ókunni frændi hennar Paul, sem barðist í Víetnamstríðinu, en sleit sambandi við fjölskylduna og er einstrengislegur og ofsóknaróður. Paul býr í eftirlitsbíl, líkt og hann væri leyniþjónustumaður, og sér samsæri og hryðjuverkasellur í hverju horni, og hann er haldinn miklum fordómum gagnvart aröbum og öðrum útlendingum eftir atburðina 11. september 2001. Þau hittast og þegar þau verða vitni að morði á fátækum Pakistana nálægt miðstöðinni, þá ferðast þau saman til smábæjarins Trone til að afhenda ættingjum hans líkið, og þar sér Paul annan veruleika en hann er vanur. ... minna