Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Million Dollar Hotel 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. maí 2000

Everyone has something to hide.

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 24% Critics
The Movies database einkunn 25
/100

Myndin fjallar um hugsanlegt morð á Izzy Goldkiss. Alríkislögreglumaðurinn Skinner er sendur til að rannsaka málið, og finna morðingjann. Þegar hann kemur að "hótelinu", þá hittir hann margvíslegt fólk. Geronimo, sem er sjálfskipaður indjáni og listamaður, Dixie, sem er fimmti Bítillinn að eigin sögn sem er enn að bíða eftir stefgjöldunum og viðurkenningu,... Lesa meira

Myndin fjallar um hugsanlegt morð á Izzy Goldkiss. Alríkislögreglumaðurinn Skinner er sendur til að rannsaka málið, og finna morðingjann. Þegar hann kemur að "hótelinu", þá hittir hann margvíslegt fólk. Geronimo, sem er sjálfskipaður indjáni og listamaður, Dixie, sem er fimmti Bítillinn að eigin sögn sem er enn að bíða eftir stefgjöldunum og viðurkenningu, Eloise, sem er vændiskonan í hverfinu, og svo er það Tom-Tom, sem er í miðju sögunnar, þar sem hann er þorpsfíflið, og allir í hótelinu treysta honum. Skinner hefur nú nokkra daga til að finna morðingjann, en á sama tíma ætla íbúar hótelsins að selja goðsagnakennd tjörumálverk Izzy.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ég sá þessa mynd í sjónvarpinu um daginn og bjóst við góðri skemmtum því að þetta er mynd með Mel Gibson og svo hljómaði nafnið vel. Þessi mynd er einfaldlega mjög léleg í alla staði og þurfti ég að pína mig til að horfa á hana. Ég skil ekki hvernig þeir gátu fengið Mel G til að leika í henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frekar óvenjuleg mynd eftir "indie"-leikstjórann Wim Wenders. Söguþráðurinn gengur að mestu leiti út á morðmál, sonur milljónamærings flýgur af þaki hótels nokkurs þar sem vægast sagt furðulegt fólk býr og ekki er augljóst að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. Lögreglumaðurinn Skinner (Mel Gibson), sem á að vera einn af þeim bestu, er sendur til þess að reyna að komast til botns í málinu og fljótlega kemur í ljós að hann mun ekki láta neitt aftra sér í rannsókn málsins. Samt sem áður er þetta ekki sakamálamynd - fyrir utan morðmálið fjallar hún ekki síður um samband tveggja furðufugla sem búa á hótelinu, þeirra Toms og Eloise. Við fáum að kynnast þeirra rugluðu veröld um leið og samband þeirra þróast. Leikstjórnin, leikur og sérstaklega myndataka er öll í fínu lagi, Mel Gibson kemur á óvart - persóna hans í Payback var ljúflingur miðað við hinn harðgerða rannsóknarmann sem hann er hér. Yfir heildina litið finnst mér myndin treysta of mikið of flotta myndatöku og tónlist Bono's úr U2 (sem kom víst eitthvað nálægt handritinu líka). Önnur leið til að segja sama hlutinn er að það skorti dálítið í innihald myndarinnar. Þrátt fyrir það alveg þokkaleg afþreying og ætti að vera fín fyrir alla sem eru opnir fyrir öðruvísi kvikmyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn