Living with Monkeys
2012
Sögur úr trjátoppunum
Enska
Hér er á ferðinni einstök fræðslu- og heimildarmynd úr þáttaröðinni BBC Earth. Dýrafræðingurinn dr. Julie Anderson og ævintýramaðurinn Guy Grieve halda ásamt teymi sínu út í Gabon-regnskóginn í Afríku til að búa í tréhúsi í sex vikur. Á þessum tíma fá þau einstaka sýn á það vistkerfi jarðar sem hefur hvað minnst verið kannað. Heimili... Lesa meira
Hér er á ferðinni einstök fræðslu- og heimildarmynd úr þáttaröðinni BBC Earth. Dýrafræðingurinn dr. Julie Anderson og ævintýramaðurinn Guy Grieve halda ásamt teymi sínu út í Gabon-regnskóginn í Afríku til að búa í tréhúsi í sex vikur. Á þessum tíma fá þau einstaka sýn á það vistkerfi jarðar sem hefur hvað minnst verið kannað. Heimili þeirra er 36 metra yfir jörðu og þannig fá þau frábært tækifæri til að fylgjast með sjaldgæfustu öpum heims við leik og störf. Með nýjustu myndavélatækni ná þau einstökum myndum af sérstæðu dýralífi regnskógarins og háttarlagi dýranna sem enginn hefur getað fylgst með áður. Þetta er sannarlega mynd sem enginn sem kann að meta góðar heimildar- og fræðslumyndir um lifnaðarhætti dýranna má láta fram hjá sér fara.... minna