Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Óhugnanleg mynd
Ég efast um að lýsing þessarar myndar hljómi eitthvað sérstaklega vel; Al Gore að tala um gróðurhúsaáhrif og önnur umhverfismál í einn og hálfan tíma meðan að kvikmyndaður fyrirlestur fer fram.
Mér til mikillar undrunar reynist þessi mynd vera með þeim mikilvægari sem ég hef séð á árinu hingað til. Við erum ekki að tala um reglubundna kvikmyndagerð í þetta sinn. Jafnvel finnst manni ekki eins og að maður sé að horfa á heimildarmynd. Myndin er einn rúllandi fyrirlestur, jú, en út af ákaflega grípandi umræðum er ekki ein mínúta sem líður hjá án þess að eitthvað virki athyglisvert.
Ég viðurkenni persónulega að fátt af þessu er eitthvað sem ég hef ekki heyrt áður, en breytir það því hvergi að þetta eru hlutir sem verða að koma fram í sífelldum endurtekningum. Al Gore er heldur ekki nærri því eins stirður og maður hefði haldið. Hann nálgast efnið með viðkvæmni en heldur samt léttum tón allan tímann. Þrátt fyrir að vera alla myndina að predika yfir okkur hvað mannkynið er latt og hvað við þurfum nauðsynlega að gera til að taka okkur á, þá er mjög erfitt að vera ósammála þessum pælingum.
An Inconvenient Truth nær markmiði sínu einungis með því að fá áhorfanda hennar til þess að hugsa meðan henni stendur og sömuleiðis eftirá. Það má jafnvel kannski koma því til skila að þessi mynd sé mögulega með þeim óhugnanlegri sem að hægt er að sjá þessa dagana, en þá í gjörbreyttri merkingu. Það getur munað heilmiklu einungis breytt hugarfar þeirra sem vita hvernig heimurinn er orðinn, þannig að það sakar varla að fórna smá tíma í þessa mynd. Það er erfitt að mæla með henni sem venjuleg heimildarmynd, en ég hvet þó flesta ef ekki alla til þess að sjá hana. Það er ekki spurning.
7/10
Ég efast um að lýsing þessarar myndar hljómi eitthvað sérstaklega vel; Al Gore að tala um gróðurhúsaáhrif og önnur umhverfismál í einn og hálfan tíma meðan að kvikmyndaður fyrirlestur fer fram.
Mér til mikillar undrunar reynist þessi mynd vera með þeim mikilvægari sem ég hef séð á árinu hingað til. Við erum ekki að tala um reglubundna kvikmyndagerð í þetta sinn. Jafnvel finnst manni ekki eins og að maður sé að horfa á heimildarmynd. Myndin er einn rúllandi fyrirlestur, jú, en út af ákaflega grípandi umræðum er ekki ein mínúta sem líður hjá án þess að eitthvað virki athyglisvert.
Ég viðurkenni persónulega að fátt af þessu er eitthvað sem ég hef ekki heyrt áður, en breytir það því hvergi að þetta eru hlutir sem verða að koma fram í sífelldum endurtekningum. Al Gore er heldur ekki nærri því eins stirður og maður hefði haldið. Hann nálgast efnið með viðkvæmni en heldur samt léttum tón allan tímann. Þrátt fyrir að vera alla myndina að predika yfir okkur hvað mannkynið er latt og hvað við þurfum nauðsynlega að gera til að taka okkur á, þá er mjög erfitt að vera ósammála þessum pælingum.
An Inconvenient Truth nær markmiði sínu einungis með því að fá áhorfanda hennar til þess að hugsa meðan henni stendur og sömuleiðis eftirá. Það má jafnvel kannski koma því til skila að þessi mynd sé mögulega með þeim óhugnanlegri sem að hægt er að sjá þessa dagana, en þá í gjörbreyttri merkingu. Það getur munað heilmiklu einungis breytt hugarfar þeirra sem vita hvernig heimurinn er orðinn, þannig að það sakar varla að fórna smá tíma í þessa mynd. Það er erfitt að mæla með henni sem venjuleg heimildarmynd, en ég hvet þó flesta ef ekki alla til þess að sjá hana. Það er ekki spurning.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
31. ágúst 2006