Gossip
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir
SpennumyndDramaSpennutryllirRáðgáta

Gossip 2000

Frumsýnd: 20. október 2000

You Know You Love It.

5.9 13996 atkv.Rotten tomatoes einkunn 28% Critics 6/10
90 MÍN

Nemarnir og herbergisfélagarnir Derrick, Cathy og Travis ákveða að gera hópverkefni í skólanum um slúður. Derrick verður vitni að því þegar Naomi og Beau eru að kela á skemmtistað, en svo líður Naomi útaf og Beau fer. Cathy breiðir út þá sögusögn að hin vel þekkt ísprinsessa Naomi hafi stundað kynlíf með Beau á skemmtistaðnum þetta kvöld, og sagan... Lesa meira

Nemarnir og herbergisfélagarnir Derrick, Cathy og Travis ákveða að gera hópverkefni í skólanum um slúður. Derrick verður vitni að því þegar Naomi og Beau eru að kela á skemmtistað, en svo líður Naomi útaf og Beau fer. Cathy breiðir út þá sögusögn að hin vel þekkt ísprinsessa Naomi hafi stundað kynlíf með Beau á skemmtistaðnum þetta kvöld, og sagan breytist smátt og smátt þegar hún dreifist á milli manna þar til slúðrið hljómar þannig að Beau hafi stundað kynlíf með Naomi eftir að hún hafði liðið út af. Cathy fyllist eftirsjá þegar Naomi kallar nauðgun, og Beau er handtekinn.... minna

Aðalleikarar

Joshua Jackson

Beau Edson

James Marsden

Derrick Webb

Kate Hudson

Naomi Preston

Lena Headey

Cathy Jones

Eric Bogosian

Professor Goodwin

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (3)


Ein af þessum sem kemur hressilega á óvart. Ófyrirsjáanleg að langmestu leyti og í höndum góðrar leikstjórnar og leikara og handrit vel úthugsað. Frábær afþreying frá sálfræðilegu, siðfræðilegu, heimspekilegu og félagsfræðilegu sjónarmiði. Hvort sem það var góður leikur eða annað, þá voru ótrúlega margar persónur sem ég kunni illa við í myndinni og því var ég frekar pirruð í bland við spenninginn. En það er bara hluti af upplifuninni. Frumleg mynd með góðri tónlist og athyglisverðum pælingum. Svo ef þið eruð hugsandi heimspekingar endilega kíkið á Gossip.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Snúin og gleimskuleg mynd. Leikurinn er svona okei, handritið er aumt, leikstjórnin reynslulaus og söguþráðurinn er of snúinn. Myndin fær eina og hálfa stjörnu fyrir að vera svolítið spennandi og innihalda nokkura misteríu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Guð minn góður, ég verð bara að kalla á Guð. Þetta er hræðileg mynd; leikurinn, HANDRITIÐ og bara allt saman. Allt of stutt og fjallar um: EKKERT. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn