Náðu í appið
Öllum leyfð

The King of Kong 2007

(The King of Kong: A Fistful of Quarters)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. apríl 2008

79 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 83
/100
3 sigrar og 3 tilnefningar

Heimildarmynd um eðlisfræðikennara sem skorar á núverandi heimsmethafann í Donkey Kong!

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


The King of Kong fjallar um mennina sem eru bestir í upprunanlega Donkey Kong arcade leiknum. Það er magnað að það sé ennþá verið að spila þessa gömlu leiki á fullu. Fyrst er horft til fortíðar þegar Billy Mitchell setti heimsmet í Donkey Kong sem stóð svo í næstum 25 ár. Svo gerðist það að Steve Wiebe sló metið og allt varð vitlaust. Það er mjög gaman að sjá inn í þetta litla samfélag og furðufuglana sem búa í því. Mitchell er eiginlega vondi kallinn og frekar ógeðfelldur persónuleiki. Hann minnti mig mest á David Brent úr breska The Office. Wiebe virðist frekar venjulegur við fyrstu sýn en hann er í raun gjörsamlega heltekinn af Donkey Kong. Konan hans og börnin mæta afgangi á meðan hann hangir öll kvöld í bílskúrnum og spilar. Eiginlega frekar sorglegt.

Myndin minnti mig mikið á Wordplay sem ég tók fyrir um daginn. Við erum með lítið nörda samfélag og nokkra aðila sem eru að reyna að vera bestir. Það eru ákveðnar reglur sem fara verður eftir. Öll met þurfa að vera staðfest af ákveðnum aðilum þannig að þessir menn taka upp alla leiki sem þeir spila í heimahúsum og senda spóluna til staðfestingar. Mér fannst þetta mjög skemmtileg mynd en það voru gallar. Endirinn olli vonbrigðum, ég átti von á rosa uppgjöri en það kom eiginlega aldrei. Frekar mikið anti-climax. Myndin er ekki nema 79 mín. og hefði í raun mátt vera lengri svo maður fengi að kynnast þessum heimi betur. Allt í allt samt fyndin og áhugaverð heimildamynd.

“I wanted to be a hero. I wanted to be the center of attention. I wanted the glory, I wanted the fame. I wanted the pretty girls to come up and say, hi, I see that you're good at Centipede.”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Innsýn inn í nördaheim
Ég er mikill Donkey Kong aðdáandi og hef spilað þennan útúrsteikta leik frá því ég var lítill krakki. Ég er einmitt einn af þeim sem hef aldrei náð að komast lengra en borð 3 eða 4 því þar hættir þessi meðalgóði spilari.

Í myndinni er farið í gegnum ferli sem einn maður fer í gegnum til að slá 25 ára gamalt Donkey Kong heimsmet og við fáum svona smjörþefinn af þessum heim sem búið er að búa til í kringum "arcade" tölvuleikina vestanhafs. Myndin er ótrúlega skemmtileg og hún nær að mynda góða stemningu í kringum skemmtilegt viðfangsefni og neyðir mann til að taka hliðar í málefninu sem um ræðir, þ.e. tilraunina við heimsmetið. Mjög skemmtileg heimildarmynd.

Myndin er þó frekar stutt, þannig að það er óhætt að segja að hún teygi ekki lopann. Myndin hefur vakið gríðarlegt ósætti innan arcade tölvuheimsins vegna atriða sem nánast eru búin til í myndinni, en myndin reynir að láta það sýnast svo að spilling sé innan samtakanna sem sér um það að halda utanum heimsmetin, og ég verð að segja að það er nokkuð til í þessu hjá þeim. Því má segja að þetta sé alls ekki hlutlaus heimildarmynd, heldur býr hún til aðstæður til að auka skemmtanagildið.

Þetta er frábær skemmtun en þó ekki hrein heimildarmynd eins og ég var að vonast eftir, 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn