Náðu í appið
Öllum leyfð

Iceland Food Center 2011

80 MÍNÍslenska

Þetta er mynd um hvernig lítið land vill sigra heiminn með stórar hugmyndir. Það var Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur sem fann harmsögu Iceland Food Centre í skjalageymslum fjármálaráðuneytisins. Þessi fyrsta íslenska útrás vakti forvitni hennar, veitingastaður í hjarta London og íslenska ríkið aðaleigandi. Markmiðið var háleitt, að kynna íslenskan... Lesa meira

Þetta er mynd um hvernig lítið land vill sigra heiminn með stórar hugmyndir. Það var Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur sem fann harmsögu Iceland Food Centre í skjalageymslum fjármálaráðuneytisins. Þessi fyrsta íslenska útrás vakti forvitni hennar, veitingastaður í hjarta London og íslenska ríkið aðaleigandi. Markmiðið var háleitt, að kynna íslenskan mat og matargerð fyrir íbúum heimsborgarinnar. Staðurinn opnaði eftir þriggja mánaða seinkun vegna rándýrra breytinga á húsnæðinu, í desember 1965. Haldin var vegleg opnunarveisla, en reksturinn gekk frá upphafi mjög illa. Í lok árs 1966 var skipt um framkvæmdastjóra og eftir það fór reksturinn endanlega í vaskinn. Indverskur kokkur bar fram hangikjöt með frönskum kartöflum og kvörtunum rigndi yfir starfsfólkið. Staðnum var svo lokað í júní 1967 og ríkið sat uppi með ærinn kostnað. Þetta er mynd sem tengist þeim hugsunarhætti sem ríkt hefur á Íslandi síðustu ár, að á Íslandi sé allt best og Íslendingar séu þjóða bestir í öllu; að Ísland geti sigrað heiminn án þess að kynna sér markaði eða aðstæður. Það var trú manna að „natural beauty“ þjónustustúlknanna og íslenski maturinn væri eitthvað sem London gæti ekki verið án.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn