The Devil Wears Prada
Öllum leyfð
GamanmyndRómantískDrama

The Devil Wears Prada 2006

Frumsýnd: 13. október 2006

Meet Andy Sachs. A million girls would kill to have her job. She's not one of them.

6.9 348499 atkv.Rotten tomatoes einkunn 75% Critics 7/10
109 MÍN

Sagan gerist í New York. Hin unga, saklausa og nýútskrifaða úr blaðamannaskóla, Andrea Sachs, er ráðin í vinnu sem önnur aðstoðarkona hinnar valdamiklu en fáguðu Miranda Priestly, hinnar miskunnarlausu ritstýru Runway tískutímaritsins. Andrea dreymir um að gerast blaðamaður og sér þetta sem gott tækifæri til að ná því takmarki sínu. Fyrsta aðstoðarkonan,... Lesa meira

Sagan gerist í New York. Hin unga, saklausa og nýútskrifaða úr blaðamannaskóla, Andrea Sachs, er ráðin í vinnu sem önnur aðstoðarkona hinnar valdamiklu en fáguðu Miranda Priestly, hinnar miskunnarlausu ritstýru Runway tískutímaritsins. Andrea dreymir um að gerast blaðamaður og sér þetta sem gott tækifæri til að ná því takmarki sínu. Fyrsta aðstoðarkonan, Emily, ráðleggur Andrea um hvernig hún eigi að haga sér í kringum hinn grimmlynda yfirmann þeirra, og stílistinn Nigel hjálpar Andrea að klæða sig meira við hæfi. Andrea breytir viðmóti sínu og hegðun, sem hefur áhrif á einkalíf hennar og samband hennar við kærastann Nate, fjölskyldu og vini. Að lokum þá lærir Andrea að lífið byggist upp á sífelldu vali.... minna

Aðalleikarar

Anne Hathaway

Andrea "Andy" Sachs

Meryl Streep

Miranda Priestly

Emily Blunt

Emily Charlton

Stanley Tucci

Nigel Kipling

Simon Baker

Christian Thompson

Adrian Grenier

Nate Cooper

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (5)


Stundurm þarf maður að vera góður hubby og horfa á stelpumyndir. Það eina góða við þessa er að þetta er ekki rómantísk gamanmynd. Þetta á að vera grínmynd um tísku, vandamálið er hinsvegar það að hún er ekki fyndin. Fyrir utan það gerist akkúrat ekki neitt alla myndina, alveg merkilegt. Meryl Streep er það besta við myndina, ansi góð tík. Anna Hathaway er hræðileg leikkona, vantar allan persónuleika. Stelpur, ekki pína strákana til að horfa á þessa!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er svona mynd um tísku og svoleiðis. Konan sem byrjar að vinna hjá aðal tískukonuni er í byrjun alls eingin dama. (ekki inn í tískunni) En síðan fer allt að gerast en hún varður valinn fyrir framan aðra konu og á að fara til útlanda því þar á að vera eitthver rosalega stór tískusýning. Og þetta er bara skemmtileg mynd en mæli samt ekki vel með henni fyrir innan 9 ekki að hún sé neitt hræðilegt bara held að níu ára krakkar skilja ekki þessa mynd. En það er bara mín skoðun en skemmtileg mynd og fyndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mynd sem var skemmtilegri en ég átti von á. Ekki endilega stór söguþráður eða merkilegt umfjöllunarefni, en tvær leikkonur fara á kostum og framkalla góða skemmtun úr litlu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Streep er góður djöfull
Ágætasta ádeila á tískuiðnaðinn sem því miður fer aðeins lengra en hápunkturinn nær.

Myndin fylgir formúlunni vel, og þjáist einkum fyrir það að vera fyrirsjáanleg nánast allan tímann. Aftur á móti græðir hún allsvakalega á Meryl Streep, sem nær eignar sér hverja einustu mínútu. Stanley Tucci hefur einnig útgeislun við hlið hennar. Ég hef lítinn áhuga fyrir því að fara eitthvað út í önnur hlutverk.

The Devil Wears Prada gengur á góðum hraða og heldur manni í fínu skapi. Annars sá ég lítið við hana sem er annaðhvort fyndið eða heillandi. Myndin er alfarið í eigu Meryls, ekkert meir.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sniðug gamanmynd um stelpu sem endar hjá afar leiðinlegri konu þegar hún reynir fyrir sér í ritunarbransanum. Afar fyndin og mæli mjög með henni fyrir alla aldurshópa...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn