Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Prime 2005

Frumsýnd: 28. apríl 2006

She thought she could tell her therapist anything. But she's about to discover that she's already said too much...

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 50% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Manhattan mærin 37 ára gamla, Raphael "Rafi" Gardet, sem er nýskilin og er að jafna sig eftir það, hittir hinn 23 ára gamla gyðing David Bloomberg og þau byrja í sambandi. Rafi segir sálgreini sínum frá sambandinu, Lisa Metzger, sem hvetur hana til að hætta að velta sér upp úr aldursmuninum. Þegar í ljós kemur að það er í raun sonur Lisa, sem Rafi er með,... Lesa meira

Manhattan mærin 37 ára gamla, Raphael "Rafi" Gardet, sem er nýskilin og er að jafna sig eftir það, hittir hinn 23 ára gamla gyðing David Bloomberg og þau byrja í sambandi. Rafi segir sálgreini sínum frá sambandinu, Lisa Metzger, sem hvetur hana til að hætta að velta sér upp úr aldursmuninum. Þegar í ljós kemur að það er í raun sonur Lisa, sem Rafi er með, þá lendir Lisa í persónulegri og siðferðislegri klemmu. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Ekki eins dæmigerð og maður heldur
Prime er sérlega vel heppnuð gamanmynd með dramatísku ívafi. Þetta er lítil og róleg kvikmynd sem sýnir hversu gott kemur komið út úr því að sameina vandað handrit við áhrifaríkar frammistöður. Prime er einmitt slík mynd.

Ben Younger (Boiler Room) skrifar og leikstýrir af stakri prýði, þótt örfá merki minna gjarnan mikið á stíl Woody Allen. Hann virðist samt sérhæfa sig vel í mannlega þættinum og tekst honum jafnframt að mynda einstaklega sannfærandi rómantík sem er eins raunsæ og mögulega gerist á hvíta tjaldinu. Í mínum augum þá var ég mun meira heillaður alvarlegri hliðum handritsins heldur en kómísku. Myndin virkar vel sem gamanmynd, en kaldur raunveruleikinn sem hún sýnir gerir hana mjög jarðbundna og talsvert alvarlega. Meira að segja klisjurnar virka ekki á mann eins og klisjur, því einhvern veginn nær leikstjórinn að þræða þær svo vel inn í raunverulegt umhverfi.

Uma Thurman og Bryan Greenberg eru bæði tvö góð, og Maryl Streep mun ég ekki tala illa um í þetta sinn því hún gerir ekkert nema gott úr sinni rullu.

Svona til að staðfesta lokaskoðun mína á þessari mynd þá fannst mér hún koma vel út. Hún skilur kannski ekkert rosalegt eftir sig, en hún heldur manni við efnið, og þá vel. Kemur á óvart. Prófið að horfa á hana.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn