Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Notebook 2004

Frumsýnd: 27. ágúst 2004

Behind every great love is a great story.

123 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Eldri maður að nafni Duke les rómantíska sögu fyrir eldri konu á elliheimili, sem er komin með elliglöp og þjáist af minnisleysi. Rómantíska sagan fjallar um elskendurna Allie Hamilton og Noah Calhoun, sem hittast kvöld eitt á útiskemmtun. Noah fer með Allie að gömlu húsi sem hann hann dreymir um að endurbyggja. En leiðir þeirra skilja því foreldrar Allie... Lesa meira

Eldri maður að nafni Duke les rómantíska sögu fyrir eldri konu á elliheimili, sem er komin með elliglöp og þjáist af minnisleysi. Rómantíska sagan fjallar um elskendurna Allie Hamilton og Noah Calhoun, sem hittast kvöld eitt á útiskemmtun. Noah fer með Allie að gömlu húsi sem hann hann dreymir um að endurbyggja. En leiðir þeirra skilja því foreldrar Allie eru ósáttir við að Noah er af litlum efnum. Eftir að Allie er búin að bíða í nokkur ár eftir að heyra frá Noah, trúlofast hún myndarlegum ungum hermanni að nafni Lon. Allie, sem enn ber tilfinningar til Noah, sér mynd af Noah í dagblaði ásamt húsinu sem hann hefur nú lokið við að endurgera. Ljóst er að hún ber enn tilfinningar til hans, og Allie þarf nú að velja á milli unnustans og fyrstu ástarinnar. ... minna

Aðalleikarar

Alveg þess virði að mæla með
Út af einhverjum ástæðum fór þessi mynd alveg framhjá mér þegar hún var sýnd í bíó hér á landi. Með tímanum hafði ég ekki enn fundið einhverja góða ástæðu til að kynna mér hana. En það sem merkilegt er, að á öllum þessum tíma hefur verið byggt upp alveg rosalegt hype í kringum hana, ekki bara hjá stelpum, strákum líka! Ég fann fyrir því hversu útúr ég var þegar ég sagði alltaf í kringum fjölda fólks að ég hafði aldrei séð The Notebook, og vissulega fékk ég alltaf drápssvipi senda til mín í staðinn, og örugglega þúsund meðmæli um að ég ætti loks að hundskast til að sjá þessa mynd.
Loksins kom sá dagur, að ég leigði myndina og á endanum get ég ekki sagt annað en að ég hafi fengið nákvæmlega það sem ég bjóst við... Nema bara aðeins betra.

Ég ímyndaði mér þessa mynd sem voða formúlubundna ástarsögu keyrð af yfirdrifinni væmni ásamt sterkum Hallmark-keim. Vitið þið, ég fékk einmitt þetta. Munurinn er reyndar sá að ég kom til með að festast inn í sögunni meira en ég bjóst við. Þetta er ástarmynd, jú, og alls ekkert að því. Bestu ástarsögurnar að mínu mati eru þær sem hitta til alvöru tilfinningar áhorfandans, í stað þess að byggja á klisjum. Kvikmyndir eins og Before Sunrise eða jafnvel When Harry Met Sally, þær sýna manni hvernig skal halda með parinu.

The Notebook tókst að fanga mína athygli undir yfirborði formúlunnar. Ég virkilega fann til með persónunum á köflum. Myndin fær líka góða hjálp frá þrusugóðum frammistöðum. Rachel McAdams er manneskja sem ég er sífellt að sjá nú á dögunum, og hef ég hingað til ekki séð hana gera neitt af óviti. Ryan Gosling hefur líka ákveðna útgeislun þegar að hann er á skjánum, sem gerir hann ákaflega viðkunnanlegan. Miðað við hversu góðir leikarar þau bæði eru í sitt hvoru lagi, þá er rétt hægt að ímynda sér hvernig þau eru saman. En sama hversu góðir ungu leikararnir voru, þá voru það þau Gena Rowlands (sem er móðir leikstjórans) og James Garner sem að mér þótti vera einn sterkasti þáttur myndarinnar. Þau eiga sömuleiðis allra bestu senuna í myndinni, sem er aðeins rétt í lokin. Hefði myndin ekki haldið áfram eftir þá senu og sokkið út í meiri melódramatík, þá fengi hún heila tölu aukalega í einkunn trúi ég. Þetta hefði orðið fullkominn endir í sjálfu sér, enda vefur hann saman allt sem við höfum séð klukkutímunum áður, en útaf einhverjum ástæðum ákvað leikstjórinn að koma með aukasenu eftirá sem virkaði aðeins meira ''Hollywood.''

Myndin kemur reyndar vel út á flesta kanta burtséð frá þessu, og mér finnst alveg skiljanlegt hvers vegna margir halda svona mikið upp á hana. Persónulega get ég ekki sagt að hér sé einhver gimsteinn á ferðinni, en alls ekkert kjaftæði heldur. Mér líkaði vel við myndina og tel hana vel eiga skilið ágætis meðmæli.

Ég get annars verið vel sammála því að þetta sé meðal ''sætari'' mynda síðari ára. Ekki vafi þar.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þessi mynd mjög góð :) þótt að hún er rómantísk. Mér fanns eiginlega allt gott við hana og leikarnir allir stöðu sig vel. Gömlu brýnin James og Gena, stóðu sig vel í hlutverkum sínum og yngri leikararnir bara vel. Mér fanns myndin mjög sorgleg á köflum og mér fannst frekar erfitt að átta mig fyrst á að Ryan Gosling og James Garner léku sömu persónuna.


Myndin er besta skemmtun, og sýnir inn heim hvað snobb er frekar lummó
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér var boðið á myndina The Notebook og ég átti ekki von á miklu. Þegar aðeins var liðið á myndina þá fannst mér hún hins vegar alveg frábær. Hún var rosalega vel leikin, falleg og spennandi saga. Ég mæli eindregið með þessari mynd fyrir konur karla og börn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Einkennilegt... hérna eru fyrir, bara dómar frá konum !? Reyndar skil það mjög vel :) Höfum það á hreinu að ég er alls ekki ginkeyptur að fara á mynd sem gefur sig hreint út fyrir að vera ástarsaga ! Ekki rómantísk gamanmynd..ástarsaga. En ég fór með konunni eftir að hún hafði farið ÁÐUR með vinkonu sinni...segir það ekki allt ? Það skal bara viðurkennast að myndin er góð, hún er væmin oft, dramatísk heldur betur, ófrumlegur söguþráður meira að segja en myndin er samt góð, falleg og vel leikin. Það mikilvægasta í rómantískum myndum að mínu viti er hlutverkavalið og leikurinn. Þau Ryan Gosling og Rachel McAdams eru hreinlega frábær bæði tvö... þessir leikarar eru gott betur en efnileg, þau eru brilljant..alla vega í þessari mynd. Maður hreinlega trúir því að þau hafi verið og jafnvel séu enn ástfangin eftir þennan samleik. Þau halda myndinni hátt á lofti og heilla okkur með. Mæli með þessari mynd fyrir pör, konur, stelpur og alla þá sem eru eða hafa einhverntíman verið ástfangnir og vilja rifja það upp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd með mömmu og var með miklar væntingar þegar ég settist í sætið mitt...Þessi mynd brást mér sko ekki. Hún segir frá ungum strák sem heitir Noah og og stelpu sem heitir Allie. Þau eru mjög ólík, Allie kemur af auðugri fjölskyldu og á foreldra sem gera miklar kröfur til hennar. Noah hinsvegar er ekki mjög auðugur..býr einn með pabba sínum og vinnur í timburvinnu. Þau verða samt ástfangin og hittast næstum því daglega! Foreldrar Allie eru samt ekki yfir sig hrifnir af þessu sambandi þeirra og þegar sumrinu er að ljúka, flytur Allie til New York til að fara í skóla. Noah skrifar henni bréf daglega í ár en gefst upp þegar hann fær ekkert svar. Allie hinsvegar kynnist mjög auðugum manni þegar hún vinnur við hjúkrunarstörf og þau trúlofa sig..ég ætla samt ekkert að fara nánar út í þessa mynd svo ég skemmi ekki mikið fyrir þeim sem eru ekki búnir að sjá hana. En ég vil samt taka það fram að mér fannst þessi mynd alveg frábær!Ein af bestu og fallegustu myndum sem ég hef séð ef ég á að vera alveg hreinskilin. Sú sem leikur Allie (Rachel Mc Adams) er algjör framtíðarstjarna, hún lék í tvemur unglingamyndum:Hot Chick og Mean girls..og það er mjög gaman að sjá hana í öðruvísi hlutverki og það sýnir eiginlega hvað hún er góð leikkona. Það sama er um Ryan Gosling, hann lék líka frábærlega. Síðan er heill hellingum af flottum leikurum sem léku líka vel. Tónlistin er líka frábær...það er eiginlega allt við þessa mynd frábært finnst mér. En ég meina kannski er ég of jákvæð gagnvart þessari mynd...ég er ekki það góður gagrínandi:S En allavega ég held að flestir myndu hafa gaman af henni og ég mæli mjög með henni. Þegar ég var búin að horfa á hana þá hefði ég alveg getað hugsað mér að horfa á hana strax aftur. Hún kemur út úr manni tárunum samt einstaka sinnum.

En nú ætla ég að hætta:D Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.04.2020

Áreitni í Hollywood-rómantík - Sex dæmi um tímaskekkjur

Tímarnir hafa svo sannarlega breyst og má rekja það í gegnum sögu dægurmenningar. Það er ótvírætt að þeir hafa breyst til hins betra í málum er snúa að kynferðislegri áreitni í skemmtanabransanum, hvort sem það v...

08.07.2009

Umfjöllun: My Sister's Keeper

Eftirfarandi umfjöllun er því miður spoiler-laus."Sjónvarpsmyndaklisja í dulargervi"Leikstjórinn Nick (sonur John) Cassavetes er augljóslega afar stoltur af því að hafa náð að græta kvenmenn á öllum aldri með The N...

15.09.2015

McAdams leikur í Doctor Strange

Rachel McAdams hefur bæst við leikaraliðið í Doctor Strange sem Marvel er með í undirbúningi. Benedict Cumberbatch fer með aðalhlutverkið í myndinni.  Hin kanadíska McAdams, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í The Notebook, tilkynnti um hlut...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn