Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Snow Falling on Cedars 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. apríl 2000

First loves last. Forever.

127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 39% Critics
The Movies database einkunn 44
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatöku.

Carl, sjómaður við vötnin í Washington fylki, finnst látinn, drukknaður í eigin netum, en með alvarlega áverka á höfði. Var hann myrtur? Andstaða gagnvart Japönum er enn mikil eftir stríðið, og grunur fellur á Kabuo, sem er hluti af japansk-bandaríska samfélaginu á staðnum, en hann er sjómaður sem var upp á kant við fjölskyldu Carl. Ishmael, sem er blaðamaður... Lesa meira

Carl, sjómaður við vötnin í Washington fylki, finnst látinn, drukknaður í eigin netum, en með alvarlega áverka á höfði. Var hann myrtur? Andstaða gagnvart Japönum er enn mikil eftir stríðið, og grunur fellur á Kabuo, sem er hluti af japansk-bandaríska samfélaginu á staðnum, en hann er sjómaður sem var upp á kant við fjölskyldu Carl. Ishmael, sem er blaðamaður í smábænum, gæti búið yfir upplýsingum sem gætu sýknað Kabuo, en getur hann undanskililð fyrrum samband sitt við Hatsue ( eiginkonu Kazuo ) ?... minna

Aðalleikarar


Það er ekki oft sem kvikmyndagerðarmönnum tekst að flytja stemmningu góðra skáldsagna vel yfir á hvíta tjaldið. Þeim félögum Scott Hicks (leikstjóri Shine) og Ron Bass (handritshöfundur Rain Man o.fl.) hefur þó heppnast það með eina bestu skáldsögu síðari ára, Snow Falling on Cedars eftir David Guterson. Sagan er í grófum dráttum sú að stuttu eftir seinni heimsstyrjöldina er japanski sjómaðurinn Kazuo Miyamoto (Rick Yune) ásakaður um morð á öðrum sjómanni. Sagan gerist á San Piedro-eyju á Puget-sundi, skammt norðvestan við Seattle. Japanirnir eru nýkomnir aftur til eyjarinnar eftir að hafa verið fluttir í búðir meðan á stríðinu stóð, og það eru enn talsverðir fordómar í gangi á báða bóga. Sagan er sögð frá sjónarhóli blaðamannsins Ishmael Chambers (Ethan Hawke), sem átti í ástarævintýri við eiginkonu Kazuo, Hatsue (Youki Kudoh) á yngri árum og er enn yfir sig ástfanginn af henni þrátt fyrir kynþáttamúrinn. Í endurlitum og draumsýnum fær áhorfandinn að fylgjast með því sem leiddi upp að "nútímanum" í myndinni, og á þann hátt verður réttarhaldið yfir Kazuo að hálfgerðu aukaatriði; ástarsagan og óréttlæti örlaganna skipa stærstan sess hér. Sagan er gífurlega rómantísk og dramatísk og ætti að snerta flesta. Ekki skemmir fyrir sá stóri hópur hæfileikafólks sem hér er. Hawke er í góðu formi sem Ishmael (þó að í bókinni hafi hann ekki verið alveg svona myndarlegur). Sam Shepard, James Cromwell, Richard Jenkins, James Rebhorn og sérstaklega Max von Sydow sem verjandinn Nels Gudmundsson eru einnig til fyrirmyndar í sínum hlutverkum. James Newton Howard skilar af sér tónlist sem situr eftir og Robert Richardson átti vel skilið sína Óskarstilnefningu fyrir kvikmyndatöku; þessi mynd er ein sú albest tekna sem ég hef séð. Einnig er hljóðvinnslan óvenjuleg og að sama skapi áhrifarík. Fyrsta flokks kvikmyndagerð sem fólk ætti að vera óhrætt við að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vel unnið drama byggt á skáldsögu David Gutersons sem gerist í smábæ nokkrum norðarlega í Bandaríkjunum skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina. Þegar veiðimaður deyr á grunsamlegan hátt úti á hafi beinist grunur að japönskum náunga að nafni Kazuo. Nokkrir Japanir búa í bænum og eins og má ímynda sér eru samskipti þeirra við aðra bæjarbúa dálítið stirð eftir hörmungar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Í framhaldi af því er Kazuo kærður fyrir morð og réttarhöld hefjast, en það kemur í ljós að ekki eru allir jafn "saklausir uns sekt sannast" og fordómar bæjarbúa stefna framgangi réttlætis í talsverða hættu. Aðalpersónur sögunnar eru blaðamaðurinn Ishmael (Ethan Hawke) og æskuástin hans Hatsue, núverandi eiginkona Kazuo. Ishmael er hálfdauður innra með sér eftir að Hatsue sleit sambandi þeirra mörgum árum áður og er fastur í vítahring sjálfsvorkunnar. Það vill svo til að hann fær lykil að fresli Kazuo upp í hendurnar á sér og þarf því að komast að því hvað í hann sé spunnið þegar hann þarf að ákveða hvort hann vilja sjá æskuástina sína hamingjusama með öðrum manni eftir þær kvalir sem hún hefur valdið honum. Í raun er þetta rannsókn á ýmsum hliðum mannlegs eðlis og tilfinningum eins og ást, hatri, afbrýðisemi og fordómum. Myndin er öll mjög vönduð en lætur á köflum dálítið of mikið eftir sjálfri sér með tímaflakki sem verður ruglingslegt á köflum og öðrum senum sem eiga lítinn þátt í framgangi sögunnar. Leikur er allur fyrsta flokks og sérstaklega er Max von Sydow góður sem lögfræðingur Katzuo. Ethan Hawke tekst einnig vel að setja sig í hlutverk manns með kólnað hjarta. Mjög góð mynd sem vekur mann til umhugsunar um margt - ef maður er tilbúinn til þess að sýna henni örlitla þolinmæði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn