Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Bachelorette
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Svona á að gera þetta. Ég er útkeyrður og ánægður eftir 28 weeks later. Maður fær algjörlega það sem maður væntir eftir forverann, hina bráðskemmtilegu 28 days later. Svona zombie-myndir öðlast nýjar víddir þegar uppvakningarnir hlaupa eins og Carl Lewis í stað þess að silast stynjandi áfram.


Þessi mynd er aðeins grimmari en 28 days, hraðari klippingar og á köflum með dúndur andskotans keyrslu. Ofbeldið er yfirgengilegt eins og vænta mátti án þess þó að verið sé að velta sér upp úr viðbjóði. Hlutirnir gerast hratt hratt og spennan er alger. Plottið og atburðarrásin er vel viðunandi og allur leikur fumlaus og viðeigandi. Robert Carlyle er djöfullega góður. Útlitið er líka mjög töff og hafa kvikmyndargerðarmennirnir vafalaust reynt á þolinmæði Lundúnaborgara í mörgum tökum. Það er sérstakt að upplifa London svona galtóma. 28 weeks later er dúndur hryllings-rússibani sem mun án efa gleðja markhópinn og kæta aðdáendur 28 days mikið. Besta framhaldsmynd 2007 so far.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
King Kong
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Veit ekki með ykkur en ég nenni ekki að lesa langa imdb-doðranta frá 18.ára sjálfskipuðum kvikmyndagúrúum á þessum vef. Þannig að.. KING KONG ER FRÁBÆR!!! Ég var orðinn dolfallinn löngu áður en Kong sjálfur birtist. Leikstjórinn Peter Jackson er einfaldlega sá besti í dag, engin spurning og fyrir mína parta er hann óðum að klifra yfir stærstu nöfnin í þessum stóru ævintýramyndum.. já ég meina Spielberg og Lucas. Ég fylltist einlægu þakklæti þegar myndin var búin.. TAKK FYRIR MIG PETER JACKSON..TAKK TAKK!! Þetta er svooo vel gert, ekki bara tæknin heldur handritið, perónusköpunin, leikurinn og útlitið/backgroundið er sérlega impressiv. Æji farðu bara og sjáðu hana ! Eitt enn.. síðast þegar ég fór á svona langa mynd og var samt farinn að óska þess á fyrsta korterinu að hún myndi ekki klárast.. var árið 1994 á Forrest Gump! Segir það ekki allt ? Góða skemmtun.. sé ykkur kannski í bíó því ég fer aftur :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Exorcism of Emily Rose
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þessa mynd í gærkvöldi og er bara hæst ánægður með hana. Án efa verður hópur shoot´em up, blood all over, explosion-kynslóðarinnar mér ekki sammála. Hér er ekkert silicon, enginn Orlando Bloom í karlhlutverki.. heldur aðeins frábærir leikarar sem smellpassa í sín hlutverk og reyndar er soldið síðan ég sá svona vel castaða mynd. Reyndar skal taka það fram að ég er aðdáandi Exorcist, Omen og slíkra mynda því þær hræða mig meira en gamlir karlar í umferðinni á föstudegi. Hryllingsmyndir í dag finnast mér hafa farið til fjandans, með nokkrum undantekningum þó. Hver verður scared á Doom eða fuxxing Alien vs.Predador !? Ég hef kynnt mér sögu Emily Rose og þessi mynd gerir henni mjög góð skil.. eins gott og það verður í kvikmyndaformi. Það eru engin fjöldamorð, engin byssa, lítið blóð en sagan er mögnuð, SÖNN og veitti mér ítrekaða gæsahúð. Smekkur fólks er misjafn, sem betur fer en ef þú fílar góðar Biblíu-tengdar dímon spooky myndir þá er The Exorcism of Emily Rose algjört möst en ef ekki og þér fannst Alien vs.Predador algjör snilld þá er Doom ennþá í bíó þegar þetta er skrifað og The Rock er víst íkt gjeggjaður í henni ;)


Veit það bara að ef ég vakna nákvæmlega kl.03:00 einhverja nótt á næstunni þá á ég eftir að fríka út.. án gríns ! Góða skemmtun :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Aviator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Aviator er sannkölluð veisla fyrir augað. Martin Scorsese er í miklu uppáhaldi hjá mér og mörgum öðrum. Stundum aðeins mistækur en miklu oftar brilljant. Leikstjóri sem gerir Taxi Driver, Raging Bull og Goodfellas er einfaldlega goðsögn í lifanda lífi. Aviator er frábær kvikmynd, ekki kannski tímamóta-meistaraverk en fróðleg og skemmtileg innsýn í líf og störf hins magnaða Howard Hughes. Allt er vel gert hérna. Sérgrein M.Scorsese er að ná anda fyrri tíma og það er óaðfinnanlegt sem fyrr í þessari mynd, kvikmyndataka, klipping, hljóð og allt útlit er fyrsta flokks. Svo er það leikurinn. Maður átti svo sem von á deilum um aðalhlutverkið. Sumt fólk einfaldlega þolir ekki Leonardo DeCaprio sama hvað hann gerir. Well..ég var svo heppinn að sjá þátt um H.Hughes á National Geografic Channel tveimur dögum áður en ég sá myndina og ég get vitnað um það að Leonardo er EINS og Howard Hughes sprellifandi á tjaldinu... ef takmarkið var að leika þennan mann sem best þá tekst það frábærlega. Ef Leonardo-hatararnir slaka ekki á núna þá munu þeir aldrei gera það.. drengurinn er brilljant. Ég hélt síðan að uppáhaldið mitt, Cate Blanchet, væri í fyrsta skipti að misstíga sig í túlkun sinni á K.Hedburn þegar ég áttaði mig á að Hedburn bara var einfaldlega svona ýkt í fasi og tali. Alan Alda, Kate Beckinsdale, John Reilly og allir hinir aukaleikararnir standa sig með prýði. Það þarf virkilega góða mynd til þess að virðast ekki löng þrátt fyrir tæpa 3.tíma lengd. Ég sá hana án hlés og leiddist aldrei. Ég mæli eindregið með þessari mynd. Flugáhugamenn munu elska Aviator. Sumir hafa gagnrýnt hana fyrir að fara ekki dýpra inn í aðalkarakterinn en af verkum manna skulum við dæma þá og við fáum góða sýn af verkum Howard Hughes í Aviator. Það er mest hægt að gefa 4 stjörnur hérna og þar sem bæði M.Scorsese og aðrir hafa gert aðeins stærri og betri meistaraverk þá fær Aviator næst-hæstu einkunn - Góða Skemmtun SW.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
National Treasure
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

National Treasure er Jerry Brucenheimar í hnotskurn. Kannski litast þessi dómur að því að ég er enn frekar fojj yfir meðferð J.Brucenheimer á Artúri konungi í King Arthur sem ég sá í vikunni og ég kláraði líka Da Vinci lykilinn nokkrum dögum áður. Þessi framleiðandi er í senn óþolandi fyrir kvikmyndaáhugamann eins og mig og brilljant afþreingar-gúru fyrir almenning sem vill bara skemmtun og búið. Svona Spielberg/Lucas without the talent. Það sem mér þykir einna verst við þennan ofur-framleiðanda að hann virðist ætla að fara gera myndir um goðsagnir og fyrirmyndir í sögunni og það er alveg OFF. Hérna eins og í King Arthur notar hann einnig reynslulítinn leikstjóra sem hann getur þá væntanlega frekar formað frekar inn í sinn einstaka stíl. Leikstjóri K.Arthur sagði í aukaefnis-viðtali á DVD-disknum að J.Bruckenheimer hefði vakað yfir öllu eins og hershöfðingi- fór ekki á milli mála hver réði ferðinni. Heilalausir skemmti-rússibanar eins og Con Air, The Rock,Bad Boys og Pirates of the Carabean eru hans svið og þar er hann brilljant. Láttu söguna og goðsagnir vera PLEASE ! Það er akkúrat ekkert frumlegt við National Tresure. Kannast einhver við eftirfarandi: Erkióvinur að elta sama fjársjóð, fyndinn side-kick sem segir sniðug komment á 10 mín fresti,ótrúlega brilljant rán, FBI á hælum allra, John Voight leikur pabbann , rosaklár dísæt stelpa fyrst á móti hetjunni en svo með ástfanginn og allt, sama góða hasar-tónlistin og í öllum hinum myndunum hans, and so on and so on.... Þetta er vissulega rússibani en allt byggingarefnið er lánað (stolið) frá m.a. frá Da Vinci lyklinum, Goonies, Indiana Jones og öllum hinum J.Brucenheimer myndumum - endurvinnsla.is og jú.. ekki örvænta J.B. er með sprengingar í öllum myndum... meira að segja King Arthur :) Nicolas Cage er slakur, hann er vissulega töffari en enginn Harrison Ford. Hann er að ráða í flókin dulmál á methraða alla myndina með sama leik og í Gone with 60 seconds. Það er fullt af öðrum góðum leikurum í myndinni en þeir eru bara að leika í enn einni J.Brucenheimer myndinni - enginn stórleikur enn sleppa enda er erfitt að sjá fyrir sér þá Sean Bean, Harvey Keitel, Jon Voight og Christopher Plummer leika illa - þeir kunna það ekki. Kannski er ég bara orðinn of gamall(33) eða of kröfuharður kvikmyndaunnandi til að njóta froðu á hvíta tjaldinu. Ég er líka mikill aðdáandi mannkynssögu og goðsagna og bara þoli ekki þegar illa er farið með góðan efnivið. Ég þakka Guði fyrir að Jerry Brucenheimar gerði ekki Lord Of The Rings ( 2 tíma hasarmynd með sprengingum ) Góða skemmtun. SW.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saw
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

ÚFF!! Ég fór á prufusýningu á Þessari mynd og... já ÚFF!! Ég var fyrst bara orðlaus... stundi síðan upp: shit.. váá... þetta var rosalegt.. Þessi James Wan gaur er sick !! Síðan horfðum við strákarnir á hvorn annan á leiðinni út með spennu-sjokk-glottið á andlitinu og sögðum góðanótt vitandi að það myndi liklega ekki gerast. Ég vill ekki spilla neinu en maður er tekinn á ippon strax í byrjun... haldið ykkur bara. Síðan tekur við spennu-hryllir sem á tímum heltekur mann og plottið er geggjað gott fólk. Þessi mynd er frumraun James Wan sem bæði semur og leikstýrir. Þetta er rosalegt debut hjá honum en það eina sem angrar mann er valið á Cary Elwes í eitt aðalhlutverkið... hann er alveg þolanlegur miðað við fyrri afhroð á tjaldinu en það hefði bara verið hægt að fá svo rosalega marga til að gera betur. Cary Elwes er ástæðan að SAW fær ekki fullt hús hjá mér. Myndin er samt geðveik. Ef þér fannst Seven m. Brad Pitt full hryllileg þá skaltu sleppa því að sjá hana, án gríns, en ef ekki SJÁÐU SAW.. ekki einsamall/einsömul samt :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Forgotten
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það var hálf einkennileg tilfinning að ganga út af The Forgotten. Sem X-files þáttur væri The Forgotten bara mjög fínn þáttur en sem full budget bíómynd með alvöru leikurum well... eiginlega ekki alveg nógu góð því miður. Hugmyndin af þessu handriti er fín... ekkert svakalega grand og mikil en fín samt. Úrvinnslan er bara frekar döpur. Maður er aldrei hræddur eða mjög spenntur..samt eru nokkur tæknilega vel útfærð BÖÖH-atriði sem virka vel útfrá mynd og hljóði frekar en hryllingi. Leikararnir standa sig vel..Julian Moore er eins og Gene Hackman: kann ekki að leika illa og hinn aðalleikarinn englendingurinn Dominic West er príðilegur og bara skemmtilegur leikari yfir höfuð að mínu mati. Myndin er allt í lagi svo sem.. ég hef séð menn lýsa henni sem margslunginni og flókinni !? þeir hinir sömu hafa þá dottið út úr Matrix á fyrsta korterinu. Hún er eins og X-files þáttur lítið gott og einfalt plott sem gengur upp en skilur eftir óvissu um the bigger picture. - góða skemmtun ! SW.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Exorcist: The Beginning
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nafnið eitt á myndinni var nóg ástæða fyrir mig að fara í bíó. Ég er aðdándi hinnar heilögu þrenningar í Anti-krists/Lúsifers hrollvekjum: The Omen, Rosemary´s Baby og The Exorcist. Framhaldsmyndir þeirra hafa flestar verið brottgengar fyrir utan OmenII og ExorcistIII sem var sérlega vel heppnuð og illilega scary. Með það í huga og það að William Peter Blatty skrifaði þessa líka fór ég með smá væntingar og reyndi að standast freystinguna á að tjekka á aðsókn, dómum og fl á netinu. Vildi upplifa þetta ómengað...og vonbrigðin urðu og eru sannarlega ómenguð. Það má vera að Hasar-kynslóðin munu líka við þessa mynd og hún getur þá glaðst yfir því að ofangreindar myndir eru miklu betri og frábær hrollur og skemmtun bíður þeirra á næstu leigu. Renny Harlin rennur á rassinn illa í þessari mynd. Stellan Skarsgárd, sá frábæri leikari, er hreinlega leiðinlegur og öll samtöl og leikur styrður og slakur. Eins og grunnhugmyndin og efniviðurinn er góður þá tekst mönnum illa upp. Á erfitt með að trúa því að W.P.Blatty hafi verið sáttur með útkomuna. Blóð og viðbjóður er ofnotað, líklega til að reyna bæta upp spennu og hroll sem handritinu vantar sárlega. Eitt annað sem er hræðilegur mood-killer eru illa tölvuteiknaðar híenur !! ekki séns að verða dreginn inn í dulmagnaða lúsifers-spennu eftir að horfa upp á þá hörmung. Myndin á sína ágætu spretti og fær 2 stjörnur (með trega)... í þeirri von að myndin vekji áhuga hjá yngri kvikmyndaunnendum að kynna sér ofangreindar klassísku myndir sem enn standa sem klettar langt upp úr þesskonar hrollvekjum. - góða skemmtun
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Notebook
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einkennilegt... hérna eru fyrir, bara dómar frá konum !? Reyndar skil það mjög vel :) Höfum það á hreinu að ég er alls ekki ginkeyptur að fara á mynd sem gefur sig hreint út fyrir að vera ástarsaga ! Ekki rómantísk gamanmynd..ástarsaga. En ég fór með konunni eftir að hún hafði farið ÁÐUR með vinkonu sinni...segir það ekki allt ? Það skal bara viðurkennast að myndin er góð, hún er væmin oft, dramatísk heldur betur, ófrumlegur söguþráður meira að segja en myndin er samt góð, falleg og vel leikin. Það mikilvægasta í rómantískum myndum að mínu viti er hlutverkavalið og leikurinn. Þau Ryan Gosling og Rachel McAdams eru hreinlega frábær bæði tvö... þessir leikarar eru gott betur en efnileg, þau eru brilljant..alla vega í þessari mynd. Maður hreinlega trúir því að þau hafi verið og jafnvel séu enn ástfangin eftir þennan samleik. Þau halda myndinni hátt á lofti og heilla okkur með. Mæli með þessari mynd fyrir pör, konur, stelpur og alla þá sem eru eða hafa einhverntíman verið ástfangnir og vilja rifja það upp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Man on Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Denzel er hérna í fantaformi. Ég var farinn að hafa áhyggjur af kallinum um tíma. Hann var að velja sér fremur þung hlutverk í kjölfar Training Day þar sem hann fékk tæplega verðskuldaðan óskar eins og menn muna. Þetta hlutverk er nú svo sem ekkert léttmeti en virkilega sannfærandi og trúverðugt. Hlutverk annarra eru að sama skapi einnig vel skrifuð og hefur virkilega vel tekist að gera gott handrit upp úr skáldögu A.J.Quinnel. Tony Scott er umdeildur stílisti en fyrir mynd sem gerist í hinni geggjuðu Mexico City þá eru þessar klippingar og myndvinnsla að hitta í mark. Það verður seint sagt að Pay-Back þeminn sé flókinn og orginal en við erum búinn að sjá margar magnaðar hefndar-myndir sem hitta í mark s.s Kill Bill. Þessi mynd Man on Fire gerir það líka. Leikurinn er fyrsta flokks, persónusköpun óvenju sterk ( manni stendur ekki á sama um þetta fólk), flott uppbygging, spenna og útkoman í heildina góð bíóferð.


Ágætisregla þó að hafa þegar maður fer á myndir frá Tony Scott, Paul Greengrass (Bourne Supremacy) og fleiri slíkum snögg-klippi-mismunandi-linsu-MTV leikstjórum að sitja ekki of framarlega í salnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Narc
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er bara orðið langt síðan ég hef gengið eins sáttur út úr bíó. Maður hefur alltaf vissar væntingar þegar maður fer í bíó og oftar en ekki finnst manni vanta að upp í þær sé fyllt. Ekki hér ! Þú veist að þú ert að fara á dökkan og grimman glæpa-drama og þú bara vonar að hann gangi upp ! Þessi mynd gerir það ! Meira að segja þreyttasta minni lögreglumynda óánægð eiginkona sem er búinn að fá toppnóg gengur meira að segja upp !? Handritið er fínt, allt útlit er skemmtilega kalt og drungalegt og leikur Patric og sérstaklega Liotta er frábær. Áhugavert að sjá einmitt þessa tvo hérna í fantaformi. Tveir klassa-leikarar sem hafa ekki verið að ríða sérlega feitum hestum síðustu misseri er hér að gera mjög góða hluti og gott ef Liotta sé bara ekki enn betri en í hinni mögnuðu Identity.

Að endingu: Mjög góð mynd, ekki kannski möst í bíó, en sjáðu hana allavega... SW.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Mothman Prophecies
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fjórar stjörnur !?! -kannski fullmikið en samt . . Hvað vill maður fá út úr bíóferðinni ? Vinkona mín kláraði 4 neglur, ég hætti að telja eftir fjórðu gæsarhúðarárásina og ég sofnaði ekki fyrr en fjórum tímum eftir að ég fór upp í rúm !?! Það má ALLTAF finna eitthvað að ÖLLUM myndum ( meira að segja Das Boot !?!), jú einn aðal karakterinn er uppspuni frá rótum, ekki beint vænlegt fyrir sannsögulega mynd en . . eigum við að búast við öðru frá Hollywood ? Þeir eru nú ekki beint þekktir fyrir að fara rétt með staðreyndir í sannsögulegum kvikmyndum. Sérlega er það að vísu pínlegt þegar kemur að myndum um stórátök í sögunni, þar sem BNA-menn eru jafnvel skrifaðir inn í hetjudáðir annarra þjóða ! En hérna er ekkert slíkt til að pirra sig á , Mothman Prophecies er ekki að fegra ímynd BNA heldur að framkalla magnaða spennu með fanta góðum leik, kvikmyndatöku, hljóði og fáséðri fagmennsku í leikstjórn sem nær miklu út úr príðilegu handriti upp úr enn betri bók.


Farðu og sjáðu þessa í bíó . . peningana virði :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei