Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi líka ljómandi skemmtilega endurholdgunarpæling, örugglega besta mynd sem ég hef séð um það efni. Emma Thompson leikur konu sem ráfar inn í nunnuklaustur algjörlega minnislaus, svo prestur einn kemur henni í samband við einkaspæjarann Mike Church, leikinn af Kenneth Branagh. Við dáleiðslu byrjar hún að tala um líf löngu látinna hjóna og virðist sem hún tengist þeim á einn eða annan hátt. Fín ræma og ein af þessum möst-sí.
Ef Hitchcock hefði gert mynd á tíunda áratugnum hefði hann líklegast gert þessa. Dead Again er yndislega frábær mynd sem blandar saman film noir, rómantík, spennu og óhugnaði svo útkoman verður ein af áhugaverðustu sálfræðitryllum síðari ára. Branagh leikur Mike Church, einkaspæjara sem einsetur sér að hjálpa minnislausri konu, Grace (Emma Thompson). Dularfullur dáleiðari býður hjálp sína og í dáleiðslu segir Grace frá því þegar hún var gift evrópsku tónskáldi. Eini gallinn við frásögnina er að hún var gift honum fyrir rúmum 40 árum – þ.e. áður en hún fæddist. Scott Frank, handritshöfundur myndarinnar, skapar hér eftirminnilega og frumlega fléttu og nær Branagh að færa söguna fullkomlega á tjaldið og úr verður ein áhugaverðasta spennumynd sem ég man eftir. Frábær, drungaleg tónlist, myrkar sviðsmyndir, stílísk kvikmyndataka, gott handrit, frábær leikur og leikstjórn gera þessa mynd að módern-klassík sem enginn ætti að missa af.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$11.000.000
Tekjur
$863.000
Aldur USA:
R