Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Life as a House
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vil bara taka það fram í byrjun að þetta er mynd sem allir ættu að sjá, æðisleg mynd sem maður (allavega ég) getur horft á aftur og aftur. Hún fjallar um George sem gengur ekki allt of vel í lífinu, skilin við eiginkonuna, á son sem þolir hann ekki og þar að auki missir vinnuna. Svo bætir það ekki úr skák að hann kemst að því að hann er dauðvona og á ekki nema 3-4 mánuði eftir. Hann ákveður að það síðasta sem hann gerir áður en hann deyr sé að rífa gamla húsið sitt, eiginlega skúrinn sinn, sem er alger hörmun..niður og byggja nýtt hús. Hann heimtar það að fá son sinn sem heitir Sam, tánings vandræðastrák til að vera hjá sér og hjálpa honum. Sam vill það alls ekki en gerir það samt. Þeir rífa niður húsið og byrja að byggja nýtt. Fyrrverandi eiginkonan, Robin slæst líka í hópinn með strákana sína, sem hún átti með hinum eiginmanni sínum og brátt byrjar sambandið á milli George og fjölskyldu sinnar að verða betra. Mér fannst þessi mynd alveg frábær. Kevin Kline, sem leikur George leikur alveg óhuggulega vel og líka Kristin Scott Thomas sem leikur Robin. Mér fannst líka sá sem lék Sam, Hayden Christensen, sem er aðalega þekktur fyrir að leika Anakin í Star Wars myndunum, alveg rosalega góður. Síðan eru bara fullt af góðum leikurum í þessari mynd og ég hvet alla til að leigja sér þessa mynd því hún er alger snilld;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Agent Cody Banks
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd var bara góð afþreying í mínum augum. Engin Óskarsverðlaunamynd en mjög skemmtileg.Ath..gæti spillt: Frankie Muniz, sem leikur í þáttunum Malcom in the middle leikur Cody sem er unglinga leynilögreglumaður. Einn góðann veðurdag fær hann sitt fyrsta alvöru verkefni. Honum lýst vel á það þanga til honum er sagt að hann þurfi að kynnast dóttur manns sem þarf að rannsaka..og til þess að komast nær honum þá þarf hann að komast nær dóttur hans, Natalie (Hillary Duff). Þetta er ekki gott mál fyrir hann þar sem hann er hreint ömurlegur í kvennamálum! En hann tekur að sér verkefnið og þarf að skipta yfir í einkaskóla...þar sem Natalie er. Þetta er frekar erfitt verkefni fyrir hann. Mér fannst þetta minna mig mikið á James Bond. Svona eins og James Bond yngri. En ég mæli alveg með þessari mynd fyrir alla fjölskylduna

Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Agent Cody Banks
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd var bara góð afþreying í mínum augum. Engin Óskarsverðlaunamynd en mjög skemmtileg.Ath..gæti spillt: Frankie Muniz, sem leikur í þáttunum Malcom in the middle leikur Cody sem er unglinga leynilögreglumaður. Einn góðann veðurdag fær hann sitt fyrsta alvöru verkefni. Honum lýst vel á það þanga til honum er sagt að hann þurfi að kynnast dóttur manns sem þarf að rannsaka..og til þess að komast nær honum þá þarf hann að komast nær dóttur hans, Natalie (Hillary Duff). Þetta er ekki gott mál fyrir hann þar sem hann er hreint ömurlegur í kvennamálum! En hann tekur að sér verkefnið og þarf að skipta yfir í einkaskóla...þar sem Natalie er. Þetta er frekar erfitt verkefni fyrir hann. Mér fannst þetta minna mig mikið á James Bond. Svona eins og James Bond yngri. En ég mæli alveg með þessari mynd fyrir alla fjölskylduna

Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Notebook
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd með mömmu og var með miklar væntingar þegar ég settist í sætið mitt...Þessi mynd brást mér sko ekki. Hún segir frá ungum strák sem heitir Noah og og stelpu sem heitir Allie. Þau eru mjög ólík, Allie kemur af auðugri fjölskyldu og á foreldra sem gera miklar kröfur til hennar. Noah hinsvegar er ekki mjög auðugur..býr einn með pabba sínum og vinnur í timburvinnu. Þau verða samt ástfangin og hittast næstum því daglega! Foreldrar Allie eru samt ekki yfir sig hrifnir af þessu sambandi þeirra og þegar sumrinu er að ljúka, flytur Allie til New York til að fara í skóla. Noah skrifar henni bréf daglega í ár en gefst upp þegar hann fær ekkert svar. Allie hinsvegar kynnist mjög auðugum manni þegar hún vinnur við hjúkrunarstörf og þau trúlofa sig..ég ætla samt ekkert að fara nánar út í þessa mynd svo ég skemmi ekki mikið fyrir þeim sem eru ekki búnir að sjá hana. En ég vil samt taka það fram að mér fannst þessi mynd alveg frábær!Ein af bestu og fallegustu myndum sem ég hef séð ef ég á að vera alveg hreinskilin. Sú sem leikur Allie (Rachel Mc Adams) er algjör framtíðarstjarna, hún lék í tvemur unglingamyndum:Hot Chick og Mean girls..og það er mjög gaman að sjá hana í öðruvísi hlutverki og það sýnir eiginlega hvað hún er góð leikkona. Það sama er um Ryan Gosling, hann lék líka frábærlega. Síðan er heill hellingum af flottum leikurum sem léku líka vel. Tónlistin er líka frábær...það er eiginlega allt við þessa mynd frábært finnst mér. En ég meina kannski er ég of jákvæð gagnvart þessari mynd...ég er ekki það góður gagrínandi:S En allavega ég held að flestir myndu hafa gaman af henni og ég mæli mjög með henni. Þegar ég var búin að horfa á hana þá hefði ég alveg getað hugsað mér að horfa á hana strax aftur. Hún kemur út úr manni tárunum samt einstaka sinnum.

En nú ætla ég að hætta:D Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Return of the King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Lord of the rings 3 er algjört meistaraverk. Hún hefur gjörsamlega allt sem til þarf í meistaraverk. Hún prýðir líka alveg afbragðsgóða leikara og hún er líka vel gerð. Hún kallar fram spennu, grátur, hlátur og gefur manni hrollinn. Þetta er líka stórkostleg saga. Mér fannst fyrstu 2 myndirnar alveg frábærar líka en mér fannst þessi langbest. Engin furða að hún fékk 11 óskarsverðlaun. Eins og önnur myndir þá heldur förin áfram hjá þeim félögum Fróða og Sóma. Þeir nálgast óðum Mordor til að eyða hringnum. Hringurinn heltekur Fróða meir og meir með hverjum deginum og auk þess eru þeir með Gollri sem leiðsögu mann og hann girnist hringinn mjög. Síðan eru Aragorn, Legolas og Gimli einnig að berjast fyrir Miðgarð. Þeir treysta á Fróða og Sóma og vona að þeir láti ekki lífið. Auk þess að myndin sé algjört meistaraverk er tónlistin ekki síðri. Ég fæ gæsahúð í hvert sinn sem ég heyri hana. Ég mæli mjög með þessari mynd og segi hana bara vera með bestu myndum allra tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mean Girls
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég skellti mér á Mean girls með vinkonu minni og fannst hún bara stórskemmtileg. Sumar af þessum unglingamyndum ganga nú bara út á það að það sé stelpa sem er rosalega hrifin af einhverjum sætum vinsælum strák og svo sé líka leiðinleg vinsæl stelpa sem eyðileggur allt en mér fannst þessu mynd ekkert of gelgjuleg eins og maður kallar það!!! Það er líka góður boðskapur í þessari mynd sem kennir manni að þykjast ekki vera annar en maður er og baktala ekki annað fólk. Síðan fannst mér leikurinn fínn. Allavega mæli ég með þessari skemmtilegu mynd fyrir alla fjölskylduna =D
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei