Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Marathon Man 1976

Fannst ekki á veitum á Íslandi

One man's dangerous attempts to clear his father's name.

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Bróðir illræmds stríðsglæpamanns og Nasista, deyr í bílslysi í New York. Stuttu síðar hefjast morð á meðlimum leynilegs hóps á vegum bandarísku ríkisstjórnarinnar sem kallast “The Division”. Þegar bróðir eins Division meðlims sér bróður sinn stunginn til bana, þá er sagt frá því að fyrrum tannlæknir SS sveita Nasista, “Hvíti engillinn” úr... Lesa meira

Bróðir illræmds stríðsglæpamanns og Nasista, deyr í bílslysi í New York. Stuttu síðar hefjast morð á meðlimum leynilegs hóps á vegum bandarísku ríkisstjórnarinnar sem kallast “The Division”. Þegar bróðir eins Division meðlims sér bróður sinn stunginn til bana, þá er sagt frá því að fyrrum tannlæknir SS sveita Nasista, “Hvíti engillinn” úr Auschwitz útrýmingarbúðunum, sé að hnýta lausa enda til að hann geti smyglað ómetanlegum demöntum til Bandaríkjanna.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Einn af allra skemmtilegustu þrillerum áttunda áratugarins segir frá því hvernig ungur háskólanemi flækist inn í leynilegar aðgerðir er varða demantaflutninga og gamlan nasistaforingja í S-Ameríku, sem kemur úr felum þegar sending fer úrskeiðis. Námsmaðurinn flækist í málið vegna bróður síns og þegar hann veit orðið of mikið um starfsemi vondu kallana er hætt við að þeir reyni að þagga niður í hopum. Ofbeldisfullur og ljótur eltingarleikur á köflum en einkar spennandi, hraður og grípandi er á líður. Handrit William Goldmans er ansi gott, þótt að það sé býsna þokukennt í endurliti til bernsku Hoffmanspersónunnar, og leikurinn er hreint stórgóður og þar standa þeir fremstir þeir Dustin Hoffman sem fer að vanda á kostum, Roy Scheider og síðast en ekki síst Sir Laurence Olivier sem fékk óskarinn fyrir stórleik sinn á nasistaforingjanum Schell sem nær tvímælalaust hámarki er nasistaforinginn mundar tannlæknatólin á Dustin Hoffman. Ég gef Marathon Man þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Einn af bestu þrillerum áttunda áratugsins.. Hoffmann er stórgóður og Olivier er mjög ógnvekjandi illmenni. Aðrir leikarar standa sig einni með prýði í þessari hörkuspennandi mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn