Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Suicide Kings 1997

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Their plan was perfect... they weren't.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 34% Critics
Rotten tomatoes einkunn 74% Audience
The Movies database einkunn 43
/100

Þegar systur Avery Chasten er rænt og krafist er 2 milljóna dala lausnargjalds, þá leitar hann til vina sinna eftir aðstoð við að útvega peningana. Þau ákveða að ræna fyrrum mafíósaforingjanum Carlos BartolucciCharli Barret, og láta hann borga. Eina vandamálið er - hvað gerist þegar fjórir ríkir krakkar sem aldrei hafa rænt neinum áður þurfa að eiga... Lesa meira

Þegar systur Avery Chasten er rænt og krafist er 2 milljóna dala lausnargjalds, þá leitar hann til vina sinna eftir aðstoð við að útvega peningana. Þau ákveða að ræna fyrrum mafíósaforingjanum Carlos BartolucciCharli Barret, og láta hann borga. Eina vandamálið er - hvað gerist þegar fjórir ríkir krakkar sem aldrei hafa rænt neinum áður þurfa að eiga við þrautreyndan mafíuforingja? Og hvað gerist þegar þau fara að vantreysta hverju öðru? Annars staðar í bænum er einn af hrottum Barret, Lono Veccio, að berja menn um allan bæ til að komast að því hvar Elise er. Þannig að spurningin er; hver endar með að svíkja hvern?... minna

Aðalleikarar


Ein af þessum vídeómyndum sem koma svona líka bráðskemmtilega á óvart. Fjallar um nokkra strákpjakka (takið eftir Henry Thomas sem lék Elliot í E.T.) sem ræna mafíuforingja og heimta aðstoð hans við að finna stelpuskjátu sem hefur verið rænt, en hún er unnusta eins úr hópnum og systir annars. Mafíubossinn reynist hinsvegar vera töluvert meiri maður en þeir höfðu áætlað og bæði ránið á honum og það sem á eftir kemur fer allt meira og minna úr böndunum, auk þess sem ýmislegt er ekki alveg einsog það virðist vera við fyrstu sýn. Christopher Walken er ljómandi flottur einsog alltaf í hlutverki mafíuforingjans en grínistinn Dennis Leary stelur senunni sem lífvörður hans, Lono. Er til að mynda senan þar sem hann er að verja 1500 dollara gaddaskötustígvélin sín hrein unun á að horfa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn