Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Next Best Thing 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. júní 2000

He was smart, handsome and single. When her biological clock was running out, he was... the next best thing.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 19% Critics
The Movies database einkunn 25
/100

Mynd um bestu vini, gagnkynhneigða konu, Abbie, og samkynhneigðan mann, Robert - sem ákveða að eignast barn saman, og ala það svo upp í sameiningu. Fimm árum síðar verður Abbie ástfangin og vill flytja út með son þeirra Robert meðferðis. Þá hefst grimm forræðisdeila.

Aðalleikarar

Leikstjórn


The Next Best Thing kom mér virkilega á óvart þar sem að ég reyni nú að sneiða hjá myndum með Madonnu.

Myndin fjallar um Abbie (Madonna) og Robert (Rupert Everett) sem eiga það sameiginlegt að laðast bæði að karlmönnum og vera bestu vinir.

Á fylleríi lenda þau svo í því að sofa saman og hún verður ófrísk.Þau ákveða að ala barnið upp saman en þegar að hún vill svo fara að finna sér mann fer heldur betur að harðna í árum þar sem að Robert er ekki alveg til í að sleppa takinu á barninu þegar að hún ætlar að flytja út.

Rupert Everett sýnir en og aftur snilldarleik sem samkynhneigður maður og fer maður bara að efast um kynhneigð hans.

Ágætis þynnkumynd á sunnudags eftirmiðdegi.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er ekki erfitt að sjá fyrir hvaða hóp áhorfenda þessi mynd er ætluð. Madonna, Rupert Everett, hálfnaktir karlmenn í tonnatali... ég læt ykkur eftir að álykta hver markhópurinn er hér. En að því sögðu er hér á ferðinni saklaus skemmtun sem hægt er að hlæja að og (eins og heyrðist vel í bíósalnum) grenja að líka. Sagan er í stuttu máli sú að Abby Reynolds, jógakennari um fertugt (Madonna), lendir í því í myndarbyrjun að kærastinn hennar, Kevin (Michael Vartan), segir henni upp ansi harkalega. Í angist og sjálfsvorkunn fer hún að venju til besta vinar síns, Roberts (Rupert Everett), og til að sleikja sárin ákveða þau að detta allhrikalega í það. Fylleríið leiðir til þess að Abby og Robert sofa saman.. úpps, gleymdi ég að minnast á það að Robert er hommi? Abby verður ólétt, og þau skötuhjúin ákveða að eiga barnið og ala það upp saman. Sex árum síðar flækjast málin. Báðir foreldrarnir elska soninn Sam út af lífinu, en þegar Abby kynnist fjallmyndarlegum manni, Ben (Benjamin Bratt), sem vill giftast henni, hallar undan fæti. Lokakaflinn er hálfmelódramatískur en þetta er nú einu sinni amerísk mynd svo við hverju öðru var að búast? Auðvitað endar allt á besta hátt, svo það þarf ekki að stressa sig of mikið yfir vandamálunum. Madonna hefur nú aldrei þótt mikil leikkona, og hún bætir sig í raun ekkert hér, en á þó góða spretti, sérstaklega í atriðum með syninum. Rupert Everett hefur einstakan sjarma; manni finnst ekkert ólíklegt að hann hafi sofið hjá Abby og sé að ala upp Sam með henni þrátt fyrir samkynhneigðina. Aðrir leikarar eru í bakgrunninum, en þó er vert að minnast á Malcolm Stumpf í hlutverki Sams og Lynn Redgrave, sem leikur móður Roberts. John Schlesinger hefur leikstýrt betri myndum en þessari og maður hefur það á tilfinningunni að hann hafi í raun verið handbendi þeirra Madonnu og Ruperts, sem eru víst bestu vinir í raun og veru. Í heildina séð ágætis skemmtun, tónlistin er a.m.k. góð ef þú ert ekki á móti Madonnu-útgáfunni af "American Pie."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn