Motown mamman Whitney Houston

whitneyjordinFyrsta stiklan úr Sparkle var að detta á alnetið. Sú mynd var síðasta verk Whitney Houston á ferlinum en hún lést í febrúar á þessu ári eins og allir vita. Whitney leikur hér fyrrum söngstjörnu sem er að ala upp þrjár dætur en þær hafa allar sjúklega tónlistarhæfileika (en ekki hvað?) og kynnast manni sem vill gera þær að stelpugrúbbu eins og vinsælt var á þessum Motown árum. American Idol stjarnan Jordin Sparks leikur Sparkle sjálfa en myndin er endurgerð af samnefndri mynd frá 1976 þar sem Irene Cara lék titilhlutverkið.

Stiklan gefur til kynna að þetta sé Dreamgirls með fjölskyldudramaívafi en þið getið dæmt um það sjálf með því að kíkja á hana hér.

 

 

Hvernig líst ykkur á? Haldið þið að dauði Whitney þýði háar upphæðir í kassann fyrir Sparkle?