Miss Marple er látin

Geraldine McEwan, sem var þekktust fyrir að leika Miss Marple, er látin, 82 ára að aldri.

McEwan, sem var BAFTA verðlaunahafi, lék þessa Agatha Christie persónu, Miss Marple, eða Jane Marple eins og hún hét fullu nafni, í 12 sjónvarpsmyndum.

Að auki átti hún langan feril í leikhúsi og í kvikmyndum og vann með leikurum eins og Laurence Olivier og Kenneth Williams.

Sonur hennar Greg og dóttir Claudia, sögðu í tilkynningu: „Eftir að hafa fengið áfall í lok október og legið á sjúkrahúsi eftir það, þá kvaddi Geraldine McEwan þennan heim á friðsælan hátt þann 30. janúar.“

656661in

McEwan vann BAFTA verðlaunin fyrir bestan leik í aðalhlutverki árið 1991, fyrir hlutverk sitt í Oranges Are Not The Only Fruit.

Hún lék síðan Miss Marple í fimm ár, og tilkynnti árið 2008 að hún myndi ekki leika það hlutverk framar.

Hún sagði á þeim tíma: „Auðvitað, það eru vonbrigði að þurfa að láta annan fá keflið.“

„En þetta hefur verið frábær reynsla, og ég er sannfærð um að eftirmaður minn, hver sem það verður, muni njóta þess að vinna með framleiðsluteyminu – og hinum hæfileikaríku höfundum og leikurum sem vinna við myndirnar.“