Milljón í boði fyrir stuttmynd

stockfish-logoÞað verður til mikils að vinna fyrir þátttakendur í Sprettfiski, stuttmyndakeppni Stockfish Film Festival, sem haldin verður dagana 23. febrúar – 5. mars nk.  Sigurvegarinn mun fá eina milljón króna í tækjaúttekt hjá Kukl tækjaleigunni. Slík úttekt mun vafalaust koma einhverjum upprennandi kvikmyndagerðarmanni að góðum notum.

Stuttmyndirnar í keppninni mega að hámarki vera 30 mínútur og ekki meira en ársgamlar. Hátíðin gerir kröfu um að myndirnar hafi ekki verið sýndar opinberlega á Íslandi, og verði því frumsýndar á Sprettfiski.

Áhugasamir geta farið á vef hátíðarinnar.