Medal Of Honor drepur Bin Laden

Nýjasta útgáfa tölvuleiksins Medal of Honor: Warfighter kemur út í vikunni, nánar tiltekið á morgun 23. október ( í Bandaríkjunum væntanlega ) samkvæmt Cinemablend.com vefsíðunni. Samkvæmt upplýsingum frá Elko þá kemur leikurinn út þann 26. október á Evrópumarkaði og Íslandi.

Það sem vekur athygli er að pakkanum fylgir „map“ sem er innblásið af myndinni Zero Dark Thirty sem fjallar um leitina og drápið á hryðjuverkaleiðtoganum Osama Bin Laden. 


Warfighter leyfir spilurum reyndar ekki að taka þátt í akkúrat þeirri aðgerð, en tvö svæði verða sett inn í leikinn með staðsetningum þar sem Bin Laden var talinn hafa falið sig, en hann fannst í Pakistan, þar sem hann var drepinn af sérsveitarmönnum.

Þeir sem for-panta leikinn fá þetta efni frítt. Aðrir þurfa að punga 9,99 Bandaríkjadölum út fyrir dýrðina.

Zero Dark Thirty kemur í bíó 19. desember nk.