Maður finnst látinn heima hjá Oliviu Newton-John

Olivia Newton John and John Travolta in 1978  movie " Grease"Yfirvöld segja að maður hafi fundist látinn vegna byssuskots á heimili kvikmyndaleikkonunnar og söngkonunnar Olivia Newton-John og eiginmanns hennar í suður Flórída í Bandaríkjunum.

Scott Pascarella í lögreglunni í Jupiter í Flórída, sagði í dag að fórnarlambið væri 42 ára gamall maður sem ekki hefði átt heima þarna og var ekki tengdur íbúunum.  Pascarella segir að fórnarlambið hafi haft leyfi til að vera á heimilinu en hafi ekki búið þar.

Fyrstu fregnir hermdu að um sjálfsmorð hefði verið að ræða en Pascarella sagði málið væri rannsakað sem andlát. Hann sagði ekki hvort að um saknæmt athæfi hefði verið að ræða.

Ekki hefur náðst í Newton-John vegna málsins.

Olivia Newton-John er frægust fyrir leik sinn í hinni sígildu Grease frá árinu 1978 þar sem hún lék á móti John Travolta.