Lorde sér um Hungurleikatónlist

lordeNýsjálenska ungstirnið Lorde mun semja lag sérstaklega fyrir fyrri hluta síðustu Hungurleikamyndarinnar, The Hunger Games: Mockingjay Part 1, samkvæmt tilkynningu framleiðslufyrirtækis myndarinnar, Lionsgate. Að auki mun Lorde hafa yfirumsjón með lagavali í myndina.

„Það að hafa yfirumsjón með lagavali í mynd eins og þessa sem svo margir eru að bíða eftir, var áskorun, en ég ákvað að stökkva á það,“ segir Lorde í fréttatilkynningu. „Leikaraliðið og sagan gefur öllum tónlistarmönnum sem að þessu koma mikinn innblástur, [ ….]  ég held að tónlistin í myndinni eigi eftir að koma fólki á óvart.“

Lorde sagði fréttirnar svo sjálf á Twitter síðu sinni rétt fyrir helgi:

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lorde semur fyrir stórmynd. Hún söng ábreiðu af lagi Tears for Fears, Everybody Wants to Rule the World, fyrir The Hunger Games: Catching Fire.