Leikur Obama á fyrsta stefnumótinu

Parker Sawyers hefur verið ráðinn til að leika Barack Obama Bandaríkjaforseta í myndinni Southside With You, en myndin fjallar um tilhugalíf forsetahjónanna, Barack og Michelle Obama. Tika Sumpter leikur Michelle.

sawyers-obama

Myndin segir frá hinu viðburðaríka stefnumóti árið 1989, þegar ungur lögfræðingur að nafni Barack Obama steig í vænginn við annan lögfræðing, Michelle Robinson, síðla dags, sem hófst í Art Institute of Chicago og endaði í bíó á myndinni Do the Right Thing eftir Spike Lee. Þau kyssust síðan í fyrsta skipti það kvöld fyrir utan ísbúð.