Leikstjóri Booty Call látinn

booty callJeffrey Ian Pollack,  sem leikstýrði kvikmyndinni Booty Call og framleiddi Will Smith sjónvarpsþættina The Fresh Prince of Bel-Air, fannst látinn í gær á hlaupastíg í Hermosa Beach í Kaliforníu. Hann var 54 ára gamall.

Dagblaðið The Hermosa Beach Easy Reader sagði að Pollack hafi verið mikill hlaupari.

Pollack vann í nokkur ár með Benny Medina, manninum sem þættirnir  Fresh Prince voru byggðir á. Þeir tveir stofnuðu Handprint Entertainment umboðsfyrirtækið, sem hafði á sínum snærum Mariah Carey, Jennifer Lopez og Tyra Banks.

Pollack leikstýrði og skrifaði handritið að körfuboltamyndinni Above the Rim frá árinu 1994 með Duane Martin og rappstjörnunni Tupac Shakur í helstu hlutverkum, gamanmyndinni Booty Call, frá 1997 með Jamie Foxx og Vivica Fox í aðalhlutverkum, ásamt gamanmyndinni frá 1999, Lost and Found með David Spade.