Kynlífsmyndbandinu stolið

Jason Segel og Cameron Diaz munu leika saman á ný í kvikmyndinni Sex Tape. Jake Kasdan leikstýrir og kom þríeykið síðast saman við kvikmyndina Bad Teacher, þar sem Diaz lék aðalhlutverkið.

Í þetta skipti leika þau Segel og Diaz par sem áttu í fyrstu mjög ástríðufullt samband. Tíu árum og tveim krökkum síðar þá hefur ástarlífið farið ört minnkandi. Til þess að krydda það upp á nýtt ákveða þau að gera kynlífsmyndband, en seinna komast þau að því að myndbandinu hafi verið stolið. Þjófurinn hótar þeim að sýna það á netinu og reyna þau allt í sínu valdi til þess að verða sér um myndbandið.

Fyrsta myndin úr Sex Tape var opinberuð fyrir stuttu og má þar sjá Segel klæða Diaz úr hjólaskautum fyrir komandi átök.

sextape

Sex Tape verður frumsýnd vestanhafs þann 25. júlí næstkomandi.