Krísufundur á lögreglustöðinni

Fenrir Films er nýlegt framleiðslufyrtæki skipað útskrifuðum nemum úr Kvikmyndaskóla Íslands og hafa þeir sérhæft sig í gamansömum vefseríum og stuttmyndum. Þeir frumsýndu nýverið myndbrotið Tveir á toppnum sem fjallar um hinn rótsvala rannsóknarlögreglumann Cutter og útistöður hans við lögregluforingjann sinn. Nú er foringinn búinn að fá nóg og finnur róttæka leið til að hafa hemil á honum.

„Við erum að prufa okkur áfram og okkur finnst ógeðslega fyndið svona 90’s lögregludrama og það má búast við fleiri myndböndum í þessum dúr. Hollywood klisjur verða fyrir barðinu en á sama tíma virðum við þær, þannig þetta er líka einhverskonar tribute til mynda á borð við Leathal Weapon.“ segir leikstjórinn Guðni Líndal Benediktsson í samtali við kvikmyndir.is

Með aðalhlutverk fara Ævar Þór Benediktsson, Ottó Gunnarsson og Vigfús Þormar Gunnarsson.