Kate Winslet leitar hefnda í The Dressmaker

Kate Winslet hefur tekið að sér aðalhlutverkið í rómantísku hefndarmyndinni The Dressmaker sem er gerð eftir skáldsögu Rosalie Ham.

Myndin gerist á sjötta áratugnum og leikstjóri er Jocelyn Moorhouse. Winslet leikur Tilly sem snýr heim til sín í lítinn bæ í Ástralíu. Þaðan flúði hún á sínum yngri árum eftir að hafa verið sökuð um morð og ætlar sér núna að leita hefnda.

Óskarverðlaunahafinn Winslet er þessa dagana að leika í dramamyndinni A Little Chaos í leikstjórn Alan Rickman.