Joe Dirt snýr aftur

Gamanleikarinn David Spade mun snúa aftur í hlutverki sínu sem seinheppni lúðinn Joe Dirt í samnefndri framhaldsmynd. Myndin mun bera heitið Joe Dirt: A Beautiful Loser og verður beint framhald að þeirri fyrstu.

Upprunalega myndin kom út árið 2001 og fékk misgóðar viðtökur. Í gegnum árin hafa þó margir tekið hana í sátt og myndast hefur ákveðin aðdáendahópur sem krefst þess að fá meira.

Framhaldsmyndin verður framleidd af fyrirtæki Adam Sandler, Happy Madison, sem hefur framleitt myndir á borð við 50 First Dates, Little Nicky og Reign Over Me. Fyrirtækið framleiddi einnig fyrstu myndina um Joe Dirt.

Spade birti nýverið mynd af sér í hlutverki Dirt, sem má sjá hér að neðan, og samkvæmt henni má segja að hann hafi ekki breyst mikið. Bartarnir eru enn til staðar og ekki vantar á síddina á hárinu.

XsNsfCi