Íslendingar aldrei hitt jafn mikinn smámunasegg

Á hverju ári bíður kvikmyndatímaritið The Hollywood Reporter leikstjórum sem hafa skarað framúr á árinu í hringborðsumræður um þeirra nýjustu kvikmyndir og feril þeirra.

Leikstjórarnir sem voru boðnir í þetta sinn voru ekki af verri endanum: Angelina Jolie (Unbroken), Christopher Nolan (Interstellar), Richard Linklater (Boyhood), Mike Leigh (Mr. Turner), Bennett Miller (Foxcatcher) og Morten Tyldum (The Imitation Game).

Leikstjórarnir ræddu á milli sín margt áhugavert. Þar á meðal hvernig þeir sjá fyrir sér starfið og við hvað þeir hræðast við í starfinu. Hvernig þeir nálgast leikara og þar fram eftir götunum.

leigh-nolan

Umræðan fór svo yfir í erfiða tökustaði og talaði Nolan um tökur á myndinni Interstellar á Svínafellsjökli. Hluti myndarinnar var tekinn upp á jöklinum fyrir rúmu ári síðan og var gönguleiðum við jökulinn t.a.m. lokað á tímabilinu 11. til 19. september, 2013.

Leigh fékk svo orðið og talaði um það þegar hann kom til Íslands sem heiðurgestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í lok september á þessu ári og vildi hann meina að Nolan hafi skilið eftir sig orðstír.

,,Ég fór á kvikmyndahátíð í Reykjavík fyrir nokkrum vikum. Ég ferðaðist um Ísland og eina sem þeir töluðu um varst þú [Nolan]. Þeir höfðu aldrei hitt jafn mikinn fullkomnunarsinna og smámunasegg. Þú skildir eftir þig orðstír,“.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Nolan byrjar að tala um Ísland þegar rétt rúmar 25. mínútur eru liðnar af viðtalinu.