Hrollvekja breytist í krakkamynd

Iron Man 2 leikarinn Sam Rockwell, sem leikur hlutverk föður hrædds barns í væntanlegri endurgerð á myndinni Poltergeist, eða Ærsladraugur,  segir að myndin sé „eiginlega meiri barnamynd“ en hin upprunlega hryllingsmynd Tobe Hooper var.

poltergeist

Myndin verður í þrívídd og leikstjóri er Gil Kenan.

Rockwell segir að aðalsöguhetjan í nýju myndinni, sem Sam Raimi tekur þátt í að gera, sé 10 ára gamall strákur. „Í fyrstu myndinni var JoBeth Williams aðal söguhetjan og nú er það strákurinn, og sagan er sögð í gegnum hann. Þannig að þetta er meiri krakkamynd þannig að ég veit ekki hvort hún verður endilega svo hrollvekjandi að hún verði bönnuð.

Þetta er ekki hryllilegt eins og The Conjuring. Þetta er öðruvísi mynd, þú veist. Þetta er meira ævintýri. Þetta er í raun meira um barn sem er rænt þegar maður pælir í því. Ég á við, upprunalega Poltergeist er það líka.“

Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum í vor. Rosemarie DeWitt leikur eiginkonu persónu Rockwell í myndinni.