Hótel Transylvania 2 komin í gang

Framhald er væntanlegt á teiknimyndinni Hotel Transylvania, sem sló óvænt í gegn í bíó í Bandaríkjunum og víðar, en myndin er í sýningum hér á landi um þessar mundir. The Hollywood Reporter greinir frá þessu, og segir að Sony Pictures Animation sé búið að ákveða að frumsýna Hotel Transylvania 2 þann 25. september 2015. 

Framleiðslan er enn rétt á byrjunarstigi og leikstjóri hefur ekki verið ráðinn. Næsta verkefni leiksjóra Hotel Transylvania 1, Genndy Tartakovsky, er myndin um teiknimyndapersónuna Popeye, eða Stjána Bláa eins og hann heitir á íslensku. Sú mynd verður frumsýnd 26. september 2014.