Hercules eins og Gladiator, segir Harlin

renny-harlin-talks-six-minute-shots-in-hercules-3d-142898-a-1376637343-470-75Ekki ein, heldur tvær myndir um goðsagnaveruna Hercules eru á leiðinni í bíó. Önnur, Hercules: The Thracian Wars, er eftir Brett Ratner og er með Dwayne „The Rock“ Johnson í hlutverki Herculesar, en hin, Hercules 3D, er eftir finnska leikstjórann Renny Harlin, og er með Kellan Lutz í sama hlutverki.

Harlin hefur kallað mynd sína „stórkostlega ástarsögu“ sem sé svipuð að yfirbragði og Gladiator, Óskarsverðlaunamynd Ridley Scott. 

Harlin sagði í samtali við Crave Online vefmiðilinn að auk ástarsögunnar í myndinni yrðu mögnuð hasaratriði, þar á meðal stærstu bardagasenur sem leikstjórinn hefur nokkru sinni tekið. „Ég er með bardagaatriði sem er sex mínútur og það er allt tekið í einni samfelldri töku,“ sagði Harlin. „Senan inniheldur sjóorrustu, bardaga á landi, menn að berjast með sverðum, boga og örvum, og fljúgandi hnullunga, allt gert í einu skoti og aldrei klippt á milli.“

Hercules-3D-Kellan-Lutz

Myndin fjallar um goðsagnaveruna Herkúles, son Seifs, og segir frá því hvernig hann lærir að meðtaka að hann sé sonur Seifs og gera sér grein fyrir örlögum sínum.

Hercules 3D kemur í bíó í Bandaríkjunum 1. ágúst 2014.