Ghost Rider: Spirit of Vengeance – nýtt plakat!

Góðar fréttir fyrir hina mörgu aðdáendur stórleikarans Nicholas Cage: Framhald Marvel ofurhetjumyndarinnar Ghost Rider kemur í bíó fljótlega eftir næstu áramót, eða nánar tiltekið 22. febrúar 2012.
Myndin heitir Ghost Rider: Spirit of Vengeance, og leikstjórar eru tveir þeir Mark Neveldine og Brian Taylor.

Trailerinn fyrir myndina á að koma á netið í dag, segja kunnugir, en þangað til geta menn dáðst að plakatinu hér að neðan.

Söguþráðurinn í myndinni er eitthvað á þessa leið: Johnny Blaze er í felum í Austur-Evrópu, þegar kallað er í hann til að stöðva djöfulinn sjálfan, sem er að reyna að komast í mannslíki.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Johnny Blaze ofurhetjan Ghost Rider, logandi beinagrind sem ferðast um á mótorhjóli.

Forsagan er þessi, eins og kom fram í fyrri myndinni: „Þegar mótorhjólaofurhuginn Johnny Blaze uppgötvar að faðir hans Barton Blaze er kominn með illvígt krabbamein, þá gerir hann samning við djöfullinn Mephistopheles, og lætur sál sína í skiptum fyrir heilsu föður síns. Djöfullinn svíkur hann og Barton lætur lífið í mótorhjólaslysi í miðri sýningu.
Johnny hættir hjá sýningarflokknum, fer úr bænum og yfirgefur vini sína og kærustuna Roxanne.
Nokkrum árum síðar verður Johnny Blaze frægur mótorhjólaofurhugi sem framkvæmir hættuleg atriði á sýningum. Hann hittir Roxanne aftur sem nú er orðin fréttamaður hjá sjónvarpsstöð.
Mephistopheles býður Johnny að losna undan samningnum við hann, ef hann verður The Ghost Rider og etur kappi við hinn illla son sinn Blackheart, sem vill safna eitt þúsund illum sálum og búa til helvíti á jörðu.“

Smellið á plakatið til að skoða það ennþá stærra.