Getraun: Cowboys & Aliens

Ef þig langar ekki til þess að sjá sci-fi „hybrid“ myndina Cowboys & Aliens – þar sem þeir Daniel Craig og Harrison Ford (ásamt ýmsum öðrum) veifa byssum sínum og lemja geimverur – þá geturðu varla kallað sjálfan þig bíómyndanörd. Þessi mynd (sem er leikstýrð af sama manni og færði okkur Iron Man-myndirnar – ef það segir eitthvað) er allavega frumsýnd núna í dag og til að tryggja það að notendur sýni þessari fínustu mynd einhvern áhuga þá ætla ég að henda opnum boðsmiðum í fáeina heppna einstaklinga.

Titillinn á myndinni gefur nokkuð sterka ímynd af því sem sagan gengur út á, þannig að ég ætla að sleppa því að rekja hana. Skoðið samt trailerinn ef þið vitið ekkert um þetta:

Til að eiga einhvern séns á miðum (hver vinningshafi fær vissulega tvo) þarftu ekki nema að svara spurningunum hér fyrir neðan. Svörin sendast á tommi@kvikmyndir.is og dreg ég út bæði í kvöld og annað kvöld. Fylgist semsagt með póstinum ykkar. Seinnipartinn á morgun rennur leikurinn út.

Spurningarnar hljóma svona:

(og í guðanna bænum ekki vera svo vitfirt að þið svarið mér á kommentsvæðinu. Það er ógild þátttaka)

1. Ein af eftirfarandi myndum er EKKI leikstýrð af Jon Favreau. Hvaða mynd er það?

a) Sky High

b) Zathura: A Space Adventure

c) Elf

2.

Hvað heitir þessi gæðaleikari sem stendur við hliðina á Harrison Ford?

3. Einn af þessum leikurum átti að leika aðalhlutverkið áður en Daniel Craig tók við. Hver var það?

a) Liam Neeson

b) Matt Damon

c) Robert Downey Jr.

Gangi ykkur vel!

Getraun: Cowboys & Aliens

Ef þig langar ekki til þess að sjá sci-fi „hybrid“ myndina Cowboys & Aliens – þar sem þeir Daniel Craig og Harrison Ford (ásamt ýmsum öðrum) veifa byssum sínum og lemja geimverur – þá geturðu varla kallað sjálfan þig bíómyndanörd. Þessi mynd (sem er leikstýrð af sama manni og færði okkur Iron Man-myndirnar – ef það segir eitthvað) er allavega frumsýnd núna í dag og til að tryggja það að notendur sýni þessari fínustu mynd einhvern áhuga þá ætla ég að henda opnum boðsmiðum í fáeina heppna einstaklinga.

Titillinn á myndinni gefur nokkuð sterka ímynd af því sem sagan gengur út á, þannig að ég ætla að sleppa því að rekja hana. Skoðið samt trailerinn ef þið vitið ekkert um þetta:

Til að eiga einhvern séns á miðum (hver vinningshafi fær vissulega tvo) þarftu ekki nema að svara spurningunum hér fyrir neðan. Svörin sendast á tommi@kvikmyndir.is og dreg ég út bæði í kvöld og annað kvöld. Fylgist semsagt með póstinum ykkar. Seinnipartinn á morgun rennur leikurinn út.

Spurningarnar hljóma svona:

(og í guðanna bænum ekki vera svo vitfirt að þið svarið mér á kommentsvæðinu. Það er ógild þátttaka)

1. Ein af eftirfarandi myndum er EKKI leikstýrð af Jon Favreau. Hvaða mynd er það?

a) Sky High

b) Zathura: A Space Adventure

c) Elf

2.

Hvað heitir þessi gæðaleikari sem stendur við hliðina á Harrison Ford?

3. Einn af þessum leikurum átti að leika aðalhlutverkið áður en Daniel Craig tók við. Hver var það?

a) Liam Neeson

b) Matt Damon

c) Robert Downey Jr.

Gangi ykkur vel!