Frumsýning: Malavita

Myndform frumsýnir spennumyndina Malavita með Robert De Niro, Michelle Pfeiffer og Tommy Lee Jones föstudaginn, 13. september nk. í Laugarásbíói, Smárabíói, Selfossbíói, Ísafjarðarbíói, Bíóhöllinni Akranesi, Króksbíói, Sam-Keflavík og Borgarbíói Akureyri.

The Family

Leikstjóri myndarinnar er Luc Besson og meðframleiðandi myndarinnar er Martin Scorsese. Myndin ber heitið The Family í Bandaríkjunum.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Lífið lék við mafíuforingjann Fred Manzoni (Robert De Niro) áður en hann gerðist uppljóstrari fyrir lögregluna. Til að vernda hann fyrir mafíunni færa stjórnvöld hann í vitnavernd ásamt eiginkonu sinni, Maggie (Michelle Pfeiffer), og tveimur börnum þeirra, Belle (Dianna Agron) og Warren (John D’Leo). Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir útsendarans Stansfields (Tommy Lee Jones) að halda fjölskyldunni leyndri tekst henni ævinlega að koma upp um sig. Að lokum er hún flutt í lítið þorp í Frakklandi, en eins og áður kemur hún upp um sig aftur með því að leysa vandamál sín að hætti „fjölskyldunnar.“ Ekki líður á löngu þar til að mafían hefur uppi á fjölskyldunni og því verður hún að beita einstökum hæfileikum sínum til að lifa árásir mafíunnar af.

the family

Fróðleiksmolar til gamans: 

• Malavita er byggð á samnefndri bók eftir franska rithöfundinn Tonino Benacquista sem hefur um árabil notið mikilla vinsælda í heimalandinu fyrir bækur sínar og teiknimyndasögur og hlaut t.a.m. frönsku César-verðlaunin fyrir handrit sín að myndunum
De battre mon coeur s’est arrêté (The Beat that My Heart Skipped) og Sur mes lèvres (Read My Lips).

Aldursmerking: 16 ára

Aðalhlutverk: Robert De Niro, Michelle Pfeiffer, Tommy Lee Jones, Diana Agron, John D’Leo og Dominic Chianese

Leikstjórn: Luc Besson

Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó og Borgarbíó Akureyri