Fréttir

Saw-myndinni með Chris Rock frestað


Sjálfstæða Saw-myndin nýjasta fórnarlamb veirunnar.

Hasartryllirinn Spiral: From the Book of Saw mun ekki prýða bíótjöld Íslands næstkomandi maí. Ástæðan er vitaskuld vegna COVID-19 og hefur þróun mála, tilheyrandi samkomubönn og óvissa framundan leitt til fjölda frestana síðustu vikur. Nú er annars vegar farið að hríðfalla af bíóplani sumarmynda. Spiral átti að vera þar á… Lesa meira

Opnar sig um ofbeldissamband við Paul Thomas Anderson – Hætti í neyslu eftir „hryllilegt kvöld“ hjá Tarantino


Sláandi frásögn Fionu hefur vakið gífurlegt umtal á veraldarvefnum.

Söngkonan Fiona Apple hefur vakið gríðarlega athygli í netheimum með sláandi frásögn af fortíð sinni. Nýverið var hún í ítarlegu viðtali við fréttamiðilinn The New Yorker og rifjaði þar upp samband sitt við kvikmyndagerðarmanninn Paul Thomas Anderson, leikstjóra Boogie Nights, Magnolia og fleiri mynda. Apple er um þessar mundir að… Lesa meira

Daredevil líklegur í næstu Spider-Man


Að öllu óbreyttu er áætlað að tökur „Spider-Man 3“ hefjist næstkomandi júlí.

Skemmtikrafturinn og Íslandsvinurinn Kevin Smith er aldeilis ekki óvanur því að kjafta frá sér leyndarmálum innan Hollywood-heimsins, helst þá upplýsingum sem tengjast bransanum eða ofurhetjumyndum á einhvern hátt. Í hlaðvarpinu Fatman Beyond sagðist Smith hafa heyrt þann orðróm að Matt Murdock/Daredevil verði í áberandi hlutverki í næstu Spider-Man mynd. Þetta… Lesa meira

Mikið talað um nektina í Síðustu veiðiferðinni – „Hún er ekki bönnuð börnum“


Enn er góð aðsókn á Síðustu veiðiferðina þrátt fyrir kórónavírus.

Enn er mikil aðsókn á Síðustu veiðiferðina þrátt fyrir kórónavírus og meðan aðsókn í bíó dregst saman um nær helming milli helga. Íslenska gamanmyndin hélt þó efsta sæti aðsóknarlista helgarinnar, aðra vikuna í röð, og hafa nú rúmlega ellefu þúsund manns séð myndina. Fróðlegt verður að sjá hvað myndin gerir… Lesa meira

Nú er það svart – Black Widow hverfur af dagskránni


Þá beinist sviðsljósið næst að Wonder Woman, eða Artemis Fowl.

Eins og fólk hefur eflaust tekið eftir hefur hver stórmyndin á eftir annarri verið frestuð eða tekin af frumsýningarplani endanlega vegna COVID-19. Sumar kvikmyndir verða meira að segja gefnar út á streymisveitum (Trolls World Tour, Emma og The Hunt á meðal annarra) og hefur heimaútgáfu margra verið flýtt (Frozen II).… Lesa meira

15 þekktar bíómyndir undir öðrum nöfnum


Hefur þú séð myndirnar Kill the Boss og Hard Powder?

Kvikmyndir geta oft heitið mismunandi nöfnum í ólíkum löndum. Það er þó yfirleitt undantekning ef titillinn er ekki í nokkurri líkingu við hinn upprunalega. Sum lönd stunda það grimmt að gera kvikmyndaheitin stundum aðeins einfaldari, meira sexí eða söluvænni. Gott dæmi er Þýskaland, þar sem umslögin eru oft merkt (til… Lesa meira

Vill ólmur snúa aftur sem Lex Luthor


Jesse Eisenberg þótti vægast sagt umdeildur sem Lex Luthor. Myndir þú vilja sjá hann aftur í hlutverkinu?

Bandaríski leikarinn Jesse Eisenberg var á vörum margra aðdáenda myndasagna fyrir nokkrum árum þegar stórmyndin Batman v Superman var frumsýnd vorið 2016 við heldur skiptar skoðanir fólks. Eisenberg fór með hlutverk skúrksins Lex Luthor og var túlkun leikarans á illmenninu oft í brennidepli. Þótti ýmsum leikarinn vera hreint og beint… Lesa meira

Cats formlega í skammarkróknum – Eddie Murphy fær uppreisn æru


Bransinn var greinilega ekkert alltof hrifinn af nýju Rambo heldur. Razzie-verðlaunin hafa látið í sér heyra.

Um helgina átti að fara fram fertugasta afhending svokölluðu Razzie-verðlaunanna (e. Golden Raspberry Awards) en samkomubann víða um heim og almennar ráðstafanir vegna kórónaveirunnar komu í veg fyrir herlegheitin þar í kring. Eins og kunnugt er mætti lýsa Razzie-verðlaununum sem eins konar andstæðu við Óskarinn og er þetta í bransanum… Lesa meira

Arnold með mikilvæg skilaboð í miðjum faraldri: „Hunsið hálfvitana“


„Við komumst öll í gegnum þetta saman“

Hasarstjarnan Arnold Schwarzenegger hvetur fólk um allan heim til að gera viðeigandi ráðstafanir vegna COVID-19. Í myndbandi sem hann birti á Twitter-síðu sinni brýnir hann fyrir því að fólk frá aldrinum 65 ára sé í stórum áhættuhópi þegar kemur að veirunni. Nýverið ákváðu yfirvöld Kaliforníu að ráðlagt væri fyrir eldri… Lesa meira

Hlélausar bíósýningar í ljósi veirunnar


Þetta gæti verið verra.

Sambíóin hafa gripið til ráðstafana vegna COVID-19, en eins og áður hefur verið greint frá munu kvikmyndahús á Íslandi ekki loka á meðan samkomubanni stendur. Þó verður eftir fremsta magni tekið tillit til öryggi bíógesta. Í tilkynningu segja forsvarsmenn kvikmyndahúsa SAM að verði tveir metrar á milli fólks í sölum,… Lesa meira

Brot slær í gegn á Netflix


Þættirnir voru nýlega gefnir út á streymisveituna í Bandaríkjunum, Noregi, Danmörku og Nýja Sjálandi svo dæmi séu nefnd.

Sjónvarpsþáttaröðin Brot hefur notið gífurlegra vinsælda á Netflix víða um heim. Þættirnir voru nýlega gefnir út á streymisveituna í Bandaríkjunum, Noregi, Danmörku, Spáni, Svíþjóð, Frakklandi og Nýja Sjálandi svo dæmi séu nefnd, en þar ganga þeir undir heitinu The Valhalla Murders. Óttar M. Norfjörð, einn handritshöfundur þáttanna, greindi frá þessu… Lesa meira

Tekur við ritstjórn Kvikmyndir.is


Ef þú hefur áhuga á að senda inn grein, vera hluti af kvikmyndir.is teyminu, eða telur þig almennt hafa góðar og öflugar hugmyndir, þá viljum við endilega heyra í þér.

Tómas Valgeirsson hefur verið ráðinn ritstjóri Kvikmyndir.is, og hefur hann nú þegar hafið störf. Tómas er notendum Kvikmyndir.is að góðu kunnur en hann starfaði um árabil fyrir vefinn, bæði sem almennur blaðamaður, umsjónarmaður og ritstjóri. Hann býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á kvikmyndum og því sem þeim tengist. Tómas Valgeirsson er… Lesa meira

Vinsælast á Netflix á Íslandi – Mannshvörf og vinátta allsráðandi í miðju ástandi


Þetta eru vinsælustu kvikmyndir og þættir streymisveitunnar á Íslandi í dag.

Notkun Íslendinga á streymisveitunni Netflix hefur aukist stöðugt á undanförnum árum (og ekki síður undanfarna daga þegar sóttkví Íslendinga eykst með degi hverjum) og virðist vera nóg af framboði efnis sem hentar einum og hverjum. Nýverið tók veitan upp á því að birta lista yfir tíu vinsælustu titla í hverju… Lesa meira

Stjörnubíó í sóttkví – Hlátur, bjór og typpið á Hilmi Snæ


Þar sem útvarpssvið Sýnar er í sóttkví, þá höfum við á Kvikmyndir.is tekið að okkur að hýsa a.m.k. tvö innslög frá Stjörnubíói af X977.

Þar sem útvarpssvið Sýnar er í sóttkví, þá höfum við á Kvikmyndir.is tekið að okkur að hýsa a.m.k. tvö innslög frá Stjörnubíói af X977. Hér getið þið hlýtt á Heiðar Sumarliðason ræða við Tómas Valgeirsson blaðamann um Síðustu veiðiferðina og við leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson um Spenser Confidential, nýjustu kvikmynd… Lesa meira

Ingvar fór í prufu fyrir Star Wars: „George Lucas hafði ekki efni á mér“


„Ég var næstum því kominn með hlutverkið,“ segir Ingvar E. Sigurðsson leikari.

Ingvar E. Sigurðsson, einn þekktasti leikari Íslands, fór í prufu fyrir Star Wars kvikmynd. Þetta var árið 1997 og stóð þá til að sækjast eftir stórri rullu fyrir The Phantom Menace, sem beðið var eftir með gífurlegri eftirvæntingu á þessum tíma. Leikarinn flaug til London að lesa línurnar fyrir Sith-lávarðinn… Lesa meira

Risaeðlur í sóttkví – Framleiðsla þriðju Jurassic World myndarinnar stöðvuð


Engar áhyggjur samt. Lífið finnur alltaf leið.

Jurassic World: Dominion - betur þekkt sem annaðhvort sjötta Júragarðsmyndin eða þriðja Jurassic World-myndin - er nýjasta stórmyndin í vinnslu sem neyðist til þess að grípa til ráðstafana vegna kórónaveirunnar. Kvikmyndaverið Universal hefur ákveðið að stöðva framleiðslu kvikmyndarinnar vegna útbreiðslu smita en frá þessu greinir fréttaveitan Variety. Upphaflega var búist… Lesa meira

Sparar ekki stóru orðin: „Besta atriði kvikmyndasögunnar… Það grétu allir í heiminum“


„Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins gátu karlmenn um allan heim grátið saman“

Skemmtikrafturinn Vin Diesel er ekki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum þegar kemur að því að mæra eigin bíómyndir. Vakti hann til dæmis mikla athygli fyrir fimm árum þegar hann sagði að Fast & Furious 7 ætti skilið Óskarsverðlaun sem besta mynd. Hann sagði að ýmsir framleiðendur hefðu kvartað… Lesa meira

Þorsti til dreifingar í Norður-Ameríku: Sögð vera frumleg og flugbeitt rússíbanareið


Íslenska „gay-vampírumyndin“ Þorsti hefur verið seld til dreifingar í Norður-Ameríku.

Íslenska „gay-vampírumyndin“ Þorsti, í leikstjórn Gauks Úlfarssonar og Steinda Jr., hefur verið seld til dreifingar í Norður-Ameríku. Frá þessu er greint frá í fréttamiðlinum Variety en það eru bandarísku sölufyrirtækin Uncork’d Entertainment og Dark Star Pictures sem keyptu réttinn til að dreifa myndinni vestanhafs af danska fyrirtækinu LevelK. Myndin hefur… Lesa meira

Bíóin loka ekki vegna veirunnar: Aldrei fleiri en 100 manns í sal


Kvikmyndahúsin verða áfram opin, þrátt fyrir samkomubann, en með ákveðnum takmörkunum.

Í ljósi frétta af samkomubanni, sem sett verður á aðfaranótt mánudags, hafa margir eflaust velt því fyrir sér hvort til standi að loka kvikmyndahúsum á Íslandi í óákveðinn tíma. Nú hefur það fengist staðfest að kvikmyndahús Senu og Sambíóanna munu halda rekstri sínum áfram en með ákveðnum takmörkunum í ljósi… Lesa meira

Engin Mulan í mars – Stefnir í lokun kvikmyndahúsa á Íslandi?


Þykir ekki ólíklegt að seinkun Mulan, sem sögð er kosta yfir 200 milljónir Bandaríkjadala, hafi töluverð áhrif á fjárhag Disney-samsteypunnar.

Skömmu eftir að framleiðendur nýjustu James Bond-kvikmyndarinnar, No Time to Die, ákváðu að fresta útgáfu um sjö mánuði í kjölfar veirufaraldursins alræmda, fóru önnur kvikmyndaver að íhuga sambærilegar breytingar. Í gær fór hvert kvikmyndaverið á eftir öðru að tilkynna frestun á komandi stórmyndum. Fast & Furious 9 hefur verið færð… Lesa meira

Stórmyndir hríðfalla af planinu – Fast & Furious 9 færð til næsta árs


Hvaða stórmynd verður næst í röðinni?

Skömmu eftir að framleiðendur nýjustu James Bond-kvikmyndarinnar, No Time to Die, ákváðu að fresta útgáfu um sjö mánuði í kjölfar veirufaraldursins alræmda, fóru önnur kvikmyndaver að íhuga sambærilegar breytingar. Nú er búið að tilkynna að útgáfu níundu Fast & Furious myndarinnar seinkar um tæpt ár. Til stóð að frumsýna myndina… Lesa meira

Ómissandi kvikmyndir um útbreiðslu vírusa: „Svona getur of mikið af bíómyndaglápi farið með mann“


„Ímyndunaraflið fer á flug,“ segir Sæunn.

„Það er nú þannig á þessum viðsjárverðu tímum, að eitthvað verður maður að hafa sér til dundurs. Ég er ein af þeim sem bíð í ofvæni eftir öllum fréttum sem berast af þessari COVID-19 veiru og er alveg dauðhrædd við útbreiðslu hennar, hafandi frekar alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm. EN – það… Lesa meira

Kvikmyndahús grípa til aðgerða vegna veirunnar


Nú verður selt í annað hvert sæti í öllum almennum bíósölum.

Ákveðið hefur verið að selja aðeins í annað hvert sæti í Smárabíói og Háskólabíói, sjálfvirkni verður aukin og snertiflötum gesta fækkað. Eins og kom fram í tilkynningu frá kvikmyndahúsum Senu, sem rekur Smárabíó og Háskólabíó, í síðustu viku, hefur verið ákveðið, með hliðsjón af aðstæðum í þjóðfélaginu, að bjóða upp… Lesa meira

Bölvun nostalgíunnar


Skrifast undanfarið flóð endurgerða á uppþornaðar hugmyndir eða leti kvikmyndavera?

Eftirfarandi grein er aðsend - Það er Sigríður Clausen sem skrifar: Þú þarft ekki að vera hellisbúi til að vita allt um endalausar endurgerðir. Þú kannt kannski að meta eina eða þolir ekki aðra. Þú getur kvartað og kveinað, hrósað og klappað, hvað sem er því eitt er víst. Þær… Lesa meira

Veiðiferðin sigraði Pixar og Sonic


Eftir þrjár vikur á toppnum fór aðeins að hægja á hinum sprellfjöruga Sonic. Hann er nú kominn í þriðja sæti aðsóknarlistans en alls hafa hátt í 25 þúsund manns séð broddgöltinn fræga í bíó. Síðasta veiðiferðin eftir Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson fer vel af stað og reif toppsætið…

Eftir þrjár vikur á toppnum fór aðeins að hægja á hinum sprellfjöruga Sonic. Hann er nú kominn í þriðja sæti aðsóknarlistans en alls hafa hátt í 25 þúsund manns séð broddgöltinn fræga í bíó. Síðasta veiðiferðin eftir Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson fer vel af stað og reif toppsætið… Lesa meira

Sagnaheimur Ghibli krufinn með keppni: „Það vilja allir eiga Totoro-bangsa“


„Margir myndu segja að þetta sé japanska Disney“

Á skemmtistaðnum Gauknum fer fram svokallað pubquiz (e. Barsvar) annað kvöld um sagnaheim Studio Ghibli kvikmyndanna. Höfundur spurningakeppninnar, Hilmar Smári Finsen, sér um ýmis konar pubquiz á margvíslegum börnum í frítíma sínum og segir í samtali við Lestina á RÚV að hann hafi áður séð um sambærilega keppni fyrir annan… Lesa meira

Eddunni frestað vegna kórónaveirunnar


Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur ákveðið að fresta Edduverðlaununum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) hefur ákveðið að fresta Edduverðlaununum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar, en athöfnin átti að fara fram þann 20. mars næstkomandi. Stjórn ÍKSA sendi út tilkynningu til allra sem eru hluti af nefndinni. Vefurinn Klapptré greinir meðal annars frá þessu. Í tilkynningunni segir: „Því miður hafa mál… Lesa meira

Heillaðist mjög ungur af kvikmyndum sem fóru yfir strikið


„Ég var ekki bara aðdáandi þess efnis sem menn eins og Reynir Oddsson gerðu, heldur líka að þeir þorðu að gera það.“

Elvar Gunnarsson, kvikmyndagerðarmaður með meiru, hefur síðastliðin ár unnið með hópi ungs kvikmyndagerðarfólks að því að klára hrollvekjuna It Hatched, sem gengur einnig undir heitinu Mara. Myndin er sögð vera óður til horfinna tíma í hrollvekjugeiranum og í ætt við hrollvekjur sem gerðar voru seint á áttunda áratugnum. Telur þá… Lesa meira

Max von Sydow, einn þekktasti leikari Svía, er látinn


Von Sydow hlaut tvær Óskarstil­nefn­ing­ar á ferli sín­um, fyr­ir Awaken­ings og Extremely Loud & Incredi­bly Close.

Úr kvikmyndinni Sjöunda innsiglið eftir Ingmar Bergmann Sænski leikarinn Max von Sydow er látinn, 90 ára að aldri, en eiginkona leikarans, Catherine Brelet, staðfesti andlátið í viðtali við franska fjölmiðla. Von Sydow lék í fleiri en hundrað kvikmyndum á ferli sínum og var tvívegis tilnefndur til Óskarsverðlauna (fyr­ir Awaken­ings og… Lesa meira