Frægur draugagangur – Fyrsta mynd úr The Conjuring 2!

Hrollvekjumeistarinn James Wan gerði það gott með Furious 7 fyrr á þessu ári, 2015, en snýr aftur næsta sumar í hryllingsmyndaheiminn, með framhaldi hinnar stórgóðu The Conjuring:  The Conjuring: The Enfield Poltergeist.

Tökum á myndinni er nú lokið og það styttist í fyrstu stiklu.

conjurrin

Entertaiment Weeekly hefur nú birt fyrstu ljósmyndina úr myndinni en þar má sjá Madison Wolfe í hlutverki Janet Hodgson.

The Conjuring 2 er byggð á einu þekktasta máli Ed Warren, sem Patrick Wilson leikur, og Lorraine Warren, sem Vera Farmiga leikur, en það er draugagangur sem einstæða móðirin Peggy Hodgson, sem Frances O´Connor leikur, upplifði árið 1977, ásamt fjórum börnum sínum.

Hinir yfirskilvitlegu atburðir áttu sér stað á tveggja ára tímabili í Hodgon húsinu í Brimsdown í Enfield á Englandi.

Sumir segja að draugagangurinn hafi verið raunverulegur, en aðrir segja að um svindl hafi verið að ræða. James Wan segir að þetta sé einn frægasti draugagangur sögunnar: „Þetta er sá draugagangur sem hefur verið hvað mest skrifað um nokkru sinni.“