Fleiri ganga til liðs við Total Recall

Endurgerð hasarmyndarinnar Total Recall heldur ótrauð áfram og safnar að sér leikurum úr öllum áttum. Eins og við greindum frá fyrir nokkru síðan fer Colin Farrell með hlutverkið sem Arnold Schwarzenegger fór með árið 1990, en Bryan Cranston mun leika skúrkinn.

Cranston þekkja flestir ef til vill úr sjónvarpsþáttunum Breaking Bad, en meðal annarra leikara sem gengið hafa til liðs við myndina eru þau Kate Beckinsale, Bill Nighy og Jessica Biel. Leikstjóri myndarinnar er Len Wiseman, en sjálfur hefur hann sagt að söguþráður myndarinnar verður talsvert frábrugðinn Total Recall hinni fyrr.

Ekkert verður farið til Mars í nýju myndinni, til dæmis, en þess í stað hefur heimurinn skipst í tvö lönd; EvróAmeríku og Nýja-Shanghai. Farrell fer með hlutverk Douglas Quaid sem starfar í verksmiðju en fer að dreyma ansi undarlega drauma og fer að trúa því að hann sé í raun njósnari.