Endurupplifa ógnvekjandi atriði úr æsku

Vefsíðan Buzzfeed fékk til sín nokkra einstaklinga til þess að segja frá og horfa á ógnvekjandi atriði úr bíómyndum sem þau horfðu á í æsku og sjá hvernig þau myndu bregðast við þessum atriðum í dag sem fullorðið fólk.

homealone

Við þekkjum það öll að vera hrædd við að horfa á bíómyndir, en í augum barns er hræðslan mun raunverulegri, ímyndunaraflið fer á flug og atriðin úr bíómyndunum gætu gerst á næsta götuhorni. Í myndbandinu segir m.a. einn frá upplifun sinni af atriðinu úr Home Alone, þegar Kevin fer niður í kjallara og miðstöðvarketillinn, sem lítur út eins og skrímsli, hrekkur í gang.

Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega myndband.